Ástarbréf

Ég vaknaði í morgun og horfði á manninn minn elskulega og fann einhverja gífurlega þörf fyrir að tjá mig hvað ég elska hann mikið. Velti því ögn fyrir mér hvort þetta séu einhver eftirköst af því að hafa séð og spjallað aðeins við Dr. Ruth í gær. Vissulega gaf það mér vængi en eftir smá umhugsun þá veit ég að þó ég hafi vængi hefur maðurinn minn gefið mér yndislegt líf, ég held að fátt toppi það.

Ég hef skrifað nokkur eiginleg ástarbréf til mömmu minnar, sum hef ég birt hér, og það er mjög gefandi að láta þá sem þú elskar mest vita að þeir eru elskaðir. InLove Vil ég hveja alla til að nýta daginn og skrifa lítið ástarbréf hér á moggablog, Störtum saman blogg tískubólu sem gefur af sér og kemur frá hjartanu!

 

Ég upplifi mig sem heppnustu manneskju í heimi, aðeins 18 ára gömul kynntist ég ástinni minni, 18 ára var ég byrjuð að búa með þeirri mannseskju sem gerir mig hluta að heild. Saman höfum við farið í gegnum ýmislegt sem margir telja skrýti, óeðlilegt og jafnvel skemmandi fyrir sambönd. Þú tókst því með stóískri ró þegar ég fékk tækifæri til að fara útí stripp og gafst mér æðislegasta tækifæri í mínu lífi og varst mér ómetanlegur stuðningur. Ég veit að Strippið var oft á tíðum erfitt fyrir þig en þinn stuðningur og það að þú leyfðir mér að vera bara litla, vitlausa ég er eitthvað sem fáir ráða við. Þú ert einn af afskalplega fáum sem vita hvernig ég er í raun og veru og einn af ennþá færri sem ég get búið með. 

Í 8 ár hefurðu gefið mér Ást, Traust, Virðingu og Hamingju. Ég get alltaf talað við þig alveg sama hvað það er hallærislegt eða erfitt þá skilurðu mig líka alltaf. Og jafnvel ef ég fæ útúr geðveika hugmynd þá ertu gæddur þeim hæfileika að geta talað mig af því, ég held að þú sért sá eini þar. Þú takmarkar mig aldrei og viðheldur einhverju formi af skynsemi í mínum haus, en þegar upp er staðið ertu þú öll skynsemin sem ég er ekki. 

Ég elska þau augnablik þegar við sleppum okkur og látum einsog fávitar hérna heima, gerum hluti sem ætti ekkert að vera nefna hér, fólk mundi halda að við værum geðveik. En það er það sem ég elska svo mikið, þessi augnablik sem við eigum saman þar sem við getum gert akkurat það sem við viljum þegar eignileg barnsleg gleði ræður. Fara í eltingarleik eða gamnislag eða eitthvað álíka barnalegt sem heldur okkur ungum í anda, samt er ekkert barnalegt við eftirleikinn Wink

Takk fyrir að vera til og takk fyrir að vera minn

 XxX

Sleepless 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kiza

Fallegt bréf :)   held að þið séuð barasta elsta; eða langlífasta samband af öllum mínum vinum og félögum! Ekki amalegt þar.

Heima-mómentin eru best, þekki þetta sjálf, þegar maður spassast saman og fíflast í köttunum eða fer í feluleik eða eitthvað álíka  :)  Maður  verður nú aðeins að halda í innri krakkann sinn...

kiza, 17.5.2008 kl. 16:38

2 identicon

Oh þú ert svo sæt.

Ég elska þig og þú ert besta vinkona sem ég get óskað eftir. Þú dæmir mig aldrei og ert alltaf til staðar fyrir mig þegar eitthvað er að, hvort sem það eru asnarleg strákavandamál, eða að mig vanti húsnæði í ár. Þú ert líka opin fyrir nýjum hugmyndum og alltaf til í að hugleiða fáranlega hluti með mér hvort sem um er að ræða að stofna feministahreyfingu eða búa til pasties eða comic bók, sem mig hlakkar til að gera með þér.

Það er líka gott að búa með þér. Við áttum nokkuð auðvelt með að vera sóðar saman því það var ekki vandamál að fá hvor aðra í tiltekt saman. Við gátum deilt snyrtivörum og mat án þess að upp kæmi ágreiningur um hver átti hvað og hver borgaði hvað. Svo áttu yndislegan mann sem er ekkert nema umburðarlyndur, meira að segja fyrir mér.

Það var oft fíflast og hlegið.  Apað hegðun upp eftir kisunum þínum. Spontanous dancing og allt ruglið sem við gátum komið upp með. Ert þú búin að þrífa þig að neðan? Síðan ætla ég að vera með frekju og heimta bráðum rematch í magic.

Þið eru yndislegir vinir og ástarbréf dagsins míns er til ykkar. 

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 17:13

3 identicon

Fallegt bréf. og þú ert besta vinkona  á  blog.is

bæ  kiss

MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 21:45

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er búin að eiga minn í 28 ár. Segi honum líklega allt of sjaldan að ég elski hann, en hann veit það.

Helga Magnúsdóttir, 18.5.2008 kl. 20:20

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er fallegt Sleepless mín yndislegt reyndar.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2008 kl. 00:13

6 Smámynd: Sleepless

Kiza: þessi heima móment eru stök snilld, Sigrún er búin að deila haug með okkur hjónakornunum nú síðasta árið og hæst ber þar af "ertu búin að þrífa þig að neðan?" sem hún minnist sjálf á hér að neðan. Ég verð eiginlega bara að deila því með þér.

Við gáfum Sigrúnu í jólagjöf drekabók, inní þeirri bók var miði á "dreka máli" sem átti að þýða. Sigrún sat hérna eitt kvöldið að þýða miðan og Kallinn fer til hennar og segir eitthvað sem ég heyrði ekki almennilega. Ég sat stjörf í sófanum og velti því fyrir mér afhverju minn maður var að spyrja Sigrúnu "hvort hún væri búin að þrífa sig að neðan?". Sat og hugsaði og vægast sagt mjög hneyksluð. Svo fór ég að spá hvort mér hefði misheyrst  og spilaði þetta aftur og aftur í hausnum á mér....

Þrífa sig að neðan, þrífa sig að neðan, þýða sig að neðan, bíddu eitthvað er að ske..... þýða miðann!!!! það var það sem hann sagði "Ertu búin að þýða miðann?" Ekki "Ertu búin að þrífa þig að neðan?"

Needless to say we died screaming that night.... En það er líka sjúklega gaman þegar vinir verða partur af svona flippi og hægt er að deila því með öðrum.

Sigrún: I wuv u.... en ertu búin að þrífa þig að neðan?

Maggi: þú ert svo mikið krútt að hálfa væri allt  allt of mikið

Helga: ég efa það ekki að kallinn þinn viti að þú elskir hann, enda 28 ár til marks um það. En þú segir sjálf að þú segir það of sjaldan, ég held bara að það sé ekki hægt að segja það of oft. Ég ætla að segja þér soldið spes sem ég sá einu sinni.

Ég sá viðtal við eldri mann sem dó næstum því, man ekki hvað kom fyrir. En hann lýsti ótta og skelfingu sem greip hann þegar hann var nær dauða en lífi og aðspurður hvort þessi reynsla hefði breytt lífi hans á einhvern hátt gaf hann æðislegt svar. Hann sagði að það sem hefði breyst mest væri að á hverju kvöldi áðuren hann færi að sofa núna kyssti hann konuna sína góða nótt og sagði henni að hann elskaði hana, því hver dagur gæti verið hans síðasti. 

En þegar upp er staðið þá vitum við aldrei hvenær okkar síðasti dagur rennur upp. Við getum hegðað okkur einsog fávitar og elt þá fásinnu að lifa lífinu einsog það sé enginn morgundagur eða við getum látið fólkið sem stendur okkur næst vita að þau eru elskuð, bara svona ef það er enginn morgundagur.

Ásthildur: Kúns á þig líka elsku, elsku Ásthildur mín. En ætlar þú að skrifa ástarbréf til einhvers? 

Sleepless, 19.5.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband