einnar viku dramafest í stuttu máli.

Ég er búin að vera að vinna svo sjúklega mikið að ég held að heilinn á mér verði gufusoðinn bráðum (ef það er ekki búið að ske og ég hreinlega fattaði það ekki því heilinn á mér er gufusoðinn..... ahhhh you catch my drift...)

Og ofan á það er drama drama drama! förum létt yfir dramað, ætla að skrifa meira um stæðsta dramað á sunnudaginn, treysti mér hreinlega ekki til að tala um hina látnu og mikla og grófa óvirðingu að svo stöddu.

En já Litli bróðir vinkonu minnar lést um síðustu helgi, féll fyrir eigin hendi, frænka mín sem ég hjálpaði að fá eftirá pilluna (sjá "gott að vera treyst") er orðin ólétt og staðráðin í að eiga og ég og pabbi áttum hörku rifrildi í dag þó það sé hugsanlega það eina sem er yfirstaðið og kannski ekki beint drama lengur, var það barastórt drama í smá tímaBandit

Vonandi hef ég það í mér að skrifa um óléttu stand frænku minnar en þar sem ég er ósátt við hennar ákvörðun er ég ekki viss um að það sé sniðugt af mér að setja inn á netið afhverju ég er ósátt þegar hún er búin að taka ákvörðun og ljóst er að þettað barn mun koma í heiminn. Ekki vil ég að þegar barnið er farið að lesa að það lesi á netina það sem réttilega á heima í hjarta mínu og ekki ekki opinberum vettvangi.

Og svo dó George Carlin síðast liðinn sunnudag, ég syrgi hann mikiðCrying

Farin að skæla í koddann minn.

XxX 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

innlitskvitt

MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: kiza

Bestu kveðjur frá minni, vonandi lækkar dramalægðin eitthvað hjá þér; þetta getur tekið svo ótrúlega mikið á (sérstaklega á mánudegi, ojbara).

Vona og veit að þú munt standa við bakið á vinkonu þinni í gegn um þennan sorglega atburð; það er alltaf jafn hræðilegt að heyra um ungt fólk sem er orðið svo nauðbeygt að það sér enga leið út en þessa.  Samúðarkveðjur á ykkur *knús*

-Jóna. 

kiza, 30.6.2008 kl. 14:19

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það hefur gengið á ýmsu hjá þér. Vonandi að það fari að birta til hjá þér.

Helga Magnúsdóttir, 30.6.2008 kl. 14:23

4 identicon

*Knús*

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband