Ég er að spá í að taka trú

Ég á illann mann og sérstaklega vondann makaDevil

Maðurinn minn er nörd af guðs náð og sem nörd hefur hann sýnt mér ýmsa hluti á netinu og nú síðast í gær sýndi hann mér að til væri maður að nafni Richard Dawkins. Umræddur Dawkins er trúleysingi og nánast talsmaður trúleysingja. Til er mikið af efni eftir hann, bækur, fyrirlestrara  og viðtöl og er ég búin að eyða miklum tíma (síðan í gær) að lesa mig til um þennan annars ágæta mann.

Eftir að hafa horft á fyrirlestur hans um bókina sína "The  God Delusion" tók ég þá ákvörðun að mig langi að ganga í trúarhóp. Þessi trúleysingi sannfærði mig um ágæti trúarbragða og er ég að velta því fyrir mér í dag hvort ég eigi að ganga til liðs við eitt af tveimur trúfélögum sem ég hef nýlega uppgötvað. 

Fyrst var ég að spá í að ganga til liðs við hóp sem trúir á  "The Invisible Pink Unicorn" en eftir að hava skoðað það aðeins ákvað ég að líta aðeins á trú sem aðhyllist "The Flying Spagetti Monster. Eftir að hafa skoðað málið er sála mín seld fyrir spaggettí.

Ég hef ákveðið ein með sjálfri mér að hin eini sannleikur er spaggettí og sjóræningjar. Ég er nútíma sjóræningi með víkingablóð í æðum og ég borða mikið pasta þannig það liggur beint við að ég eigi heima þarna betur en annarsstaðar. Mig langar að tilheyra trú sem gagnrýnir mig ekki fyrir mig heldur það að ég reyni að lifa mínu lífi í sátt við mitt samfélag (þó mitt samfélag virðist sjaldnast vera sátt við mig), láta gott af mér leiða og alltaf að taka upp hanskann fyrir þá sem eru minnmáttar. Reyndar er ég líka búin að rekast á það að það er líka leyfilegt að trúa og dýrka Fljúgandi Spaggettí Skrímslið á sinn hátt en það þykir óvirðing að kenna leiðir Fljúgandi Spaggettí Skrímslisins ekki klæddur í sjóræningja galla.

Viva La Pasta!

Heppin ég að eiga sjóræningja galla Bandit

En hvað koma sjóræningjar þessari trú við? Jú þeir hafa, einsog svo margt annað, fengið slæma útreið í sögu heimsinns og hefur verið dregin upp vond mynd af þeim í öðrum trúar hópum, ber þá helst að nefna Kristna og Hare Krishn. Fyrir þá sem eru forvitnir þá mun ég pósta linkum neðst og aðrir geta farið á wiki.

En þessi trú heldur líka uppá "talaðu einsog sjóræningi" daginn sem er 19. september, því styttist í mína fyrstu trúarhátíð  og aldrei að vita kannski fæ ég fleiri til að halda uppá daginn með mér???

 En nú er ég farin að lesa meira um þessa heillandi trú og verða trúarrækin manneskja.

Yarr,  Sauced be your soul....

The Church Of The Flying Spaghetti Monster

Guide to Pastafarianism

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líst vel á þig, ætla að kynna mér þetta betur!

Lína (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband