Færsluflokkur: Bloggar
25.4.2008 | 14:32
Mundi ekki ætlast til minna ef hann væri prinsinn minn <3
Ég verð að viðurkenna að ég er pínu skotin í Prisinum William og jú kannski aðeins í Harry. Þegar ég las þessa frétt upphaflega þar sem William fór á herþyrlu til kærustunnar fannst mér það agalega sætt og fór að spá...
EF ég ætti kærasta sem væri Prins þá mundi ég eiginlega varla ætlast til neins minna en að hann kæmi a.m.k. einusinni til mín með jafn frábærum tilþrifum og þarna, á stórri tveggja hreyfla þyrlu. Og ef hann William má ekki gera þetta einusinni, þar sem hann er jú Prins, hvenær má hann þetta þá?
Mig langar samt að enda þessu stuttu færslu á því þakka manninum mínum elskulega fyrir að leyfa mér að eiga svona skot og hrifningu sem ég ber til þónokkra frægra einstaklinga í friði. Þetta eru bara dagdraumar og fantasíur hjá mér og það er mér svo mikils virði að ég megi tala um það í friði fyrir afbrýðissemi og vitleysu.
En nú er ég farin að skrifa um annarskonar fantasíur. Fylgist með og endilega takið þátt í umræðunni um klám sem ég ætla að starta hér á eftir...
XxX
Sleepless
Prinsarnir skipta um hlutverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2008 | 15:22
Eddie Izzard mun bjarga heiminum!
Ég er rosalega ópólitísk í eðli mínu, ég er frekar sú sem leyfi öðrum að stjórna og væli svo þegar hlutir eru ekki að ganga En ég hef þvílíka trú á þessum manni, hann er bara svo hrikalega mikill snillingur að hálfa væri meira en hellingur! Fyrir þá sem ekki hafa séð neitt með Eddei Izzard þá mæli ég með að fólk kíkji á hann og láti það ekki hræða sig að hann gangi í kvennmannsfötum, það er bara svo algert aukaatriði. En ég get alveg séð það fyrir mér Eddei Izzard gersamlega vera að flengja þingmenn með hárbeittum orðum sínum af stakri snilld. Reyndar ímynda ég mér að það verði c.a. svona...
En já, hin ópólitíska ég veit nú samt um ágætis pólitísk myndbönd
XxX
Sleepless
Izzard vill gerast stjórnmálamaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.4.2008 | 12:23
Fordómar hafa áhrif á fleiri en þá sem þeir beinast gegn...
Ég hef oft lesið pælingar bloggara sem er á þá leið "ekki mundirðu vilja dóttir þinni, systir, móðir eða frænku að starfi við nektardans..." Staðreyndin er bara sú að við getum ekki valið fyrir aðra, alveg sama hversu mikið við viljum það þá virkar heimurinn bara ekki þannig.
Mamma mín vildi aldrei að ég færi útí stripp en því miður var það ekki hennar ákvörðun. Og ég vissi vel að mín ákvörðun mundi hafa stór áhrif á mömmu og ég vissi vel að ég mundi þurfa að mæta fordómum, en einhvernvegin hugsaði ég ekki það langt að hún mamma mín yrði líka fyrir barðinu á þeim fordómum. En svo fór sem fór og sama hvað mamma mín var ósátt við mína atvinnu og sama hversu stirt það varð á milli okkar, þá hefur mér alltaf fundist mamma mín vera hetja fyrir að mæta því sem hún þurfti að mæta.
En þegar upp er staðið þá er ég nánari mömmu minni í dag heldur en nokkurntíman áður. Það er næstum því einsog enginn synd er of stór til að ég geti viðurkennt það fyrir mömmu minni. Reyndar kom það fyrir einn daginn, meðan ég var ennþá að strippa, að mamma mín segir að hún hafi lesið í blöðunum að mikið hlutfall af stúlkum í klámi og strippi hefðu verið misnotaðar í æsku. Svo spurðu hún með smá glotti hvort ég væri alveg örugglega ekki ein af þeim sem ekki lentu í misnotkun, en greyið hafði aldrei í sínu lífi búið sig undir mitt svar. Minn harði frontur sem ég setti alltaf upp brotnaði á augnabliki og það eina sem ég gat stunið uppúr mér var "ég var 9 ára og ég reyndi að segja þér en þú skildir mig ekki..." Og það er dagsatt, þegar ég kom heim þann hræðilega dag þegar ég var 9 ára þá reyndi ég að segja mömmu minni. Málið var bara að vissi ekki sjálf hvað kom fyrir mig, þannig ég hef alltaf fyrirgefið henni mömmu að skilja ekki það sem ég skildi ekki sjálf.
En það breytir því ekki að mamma mín upplifði það að vissu leyti að hún hefði brugðist mér, þó mér hafi aldrei fundist það. En ég man að ég ákvað það að fyrst að mamma mín skildi mig ekki, þá mundi ég ekki minnast á það aftur. Ég man að ég ákvað að ég ein gæti varið mig og þar með var þetta dagurinn sem uppreisnin hófst hjá mér, þó hún kæmi ekki í ljós fyrr en um 13 ára aldur.
En þennan dag sem mamma mín komst að þessu um mig fannst mér soldið einsog sú ímynd sem hún hafði um mig brotnaði. Ég sagði við mömmu mína að ég treysti mér ekki til að tala um þetta frekar þann daginn en þettað var samt upphaf á eitthverju stórkostlegu á milli mín og mömmu. Ég tók þá meðvituðu ákvörðun að hætta að vera í feluleik fyrir mömmu minni og segja henni bara satt sama hversu óþægilegur sannleikurinn gæti verið. Ég sagði mömmu frá þessari ákvörðun og að það væri hennar að stoppa mig af ef henni finnist óþægilegt að tala um eitthvað. Í fyrsta sinn í mörg ár, ef ekki bara áratug fékk mamma að sjá dóttir sína með öllum kostum og göllum. Og ekki bara nóg með það ég var sennilegast í fyrsta sinn algerlega heiðarleg við hana, við gátum talað saman og verið sammála um að vera ósammála.
En hér langar mig aðeins að minnast á hvað ég sem stúlka sem var misnotuð í æsku fékk útúr því að vinna sem strippari. Það er alltaf sagt að þetta sé form af kvennakúgun að láta konu fækka fötum fyrir pening en ég upplifði það alltaf akkúrat öfugt, það var ég sem eiginlega kúgaði karlmenn. Ég upplifði karlmenn sem svo heimsk fyrirbæri að borga fyrir stripp og þeir komu í mitt hús þar sem ég var örugg og þeir gátu ekki sært mig en ég gat sært þá, fjárhagslega a.m.k. og valdið var alltaf mín megin. Var farin að líta á þá sem heimska þorska sem komu inn og ég þyrfti bara að verka þá . En um leið er ég að viðurkenna mína eigin fordóma gagnvart karlmönnum og þeir líta nú kannski verr út en þeir eru í raun og veru en ég að vissu leiti trúi því að karlmenn gætu ekkert ef ekki væri fyrir okkur konur. En að sama skapi mundi ég ekki vilja lifa án karlmanna og veit að þessi hugsun mín á við um langfæsta karlmenn...
Seinna, eftir að ég var hætt að dansa tók ég mér stöðu sem barþjónn á "venjulegum" bar í miðbænum og lenti í því að árásarmaðurinn frá því ég var 9 ára gekk inná barinn MINN. Ég fékk einn dyravörðinn til að kasta honum út og gaf þá skýringu að hann hefði nauðgað vinkonu minni, sem reyndar er líka satt (umræddur dyravörður var fyrrum hermaður frá Króatíu og sá ekki sólina fyrir mér og ég var hrædd um óþarfa vesen). Hann kastaði ófétinu út en gat ekki almennilega útskýrt afhverju hann mætti ekki koma inná þennan bar, þannig dyravörðurinn náði í mig til að útskýra (úps). Ég fann hvernig ég byrjaði að titra en það var ekki útaf hræðslu heldur reiði. Þarna mætti ég árásarmanni mínum og sagði honum að ég mundi hvað hann hefði gert vinkonu minni. Hann byrjaði að æpa á mig að það væri lygi og uppspuni. Þá fauk í mig og ég hvæsti á hann að ég mundi líka hvað hann hefði gert mér, nefndi stað og nefndi vin hans sem var með honum þann daginn en tók ekki þátt í því sem hann gerði mér. Ég hvæsti á hann að ég væri ekki hrædd við hann, ég væri ekki barn lengur og hann gæti aldrei aftur snert mig. Þá hótaði hann að ná í lögguna og kæra mig. Ég svaraði honum af öryggi að honum væri velkomið að ná í lögregluna, ég hefði líka sitthvað að segja þeim og það væri lítið mál fyrir mig að ná í vinkonu mína og hugsanlega fleiri stelpur (ég hef að vísu heyrt af fleirum en enga sem ég þekki eða hefði getað náð í) og þá fór hann með skottið á milli lappana einsog auminginn sem hann er. Ég hef aldrei verið jafn stolt af sjálfri mér og þá
Og það sem meira var, mamma mín var stolt af mér þegar ég sagði henni frá. Vonandi leið henni einsog að hún hefði alið upp stelpu sem stendur fast á sínu og hvikar aldrei.
En þó að ég og mamma séum meira en sáttar í dag þá veit ég að hún lifir ennþá við sömu fordóma og ég. Hún segir stundum við mig að hún viti aldrei hvað aðrir vita um mig og ör ör sjaldan hefur hún sagt að hún skammist sín fyrir minn feril og ég er ekkert að draga það í efa að henni líði illa. En ég vona að mamma mín finni smá huggun í því þegar ég svara henni að ég skammast mín ekki fyrir neitt sem ég hef gert.
En það er akkúrat málið, ég hef ekkert til að skammast mín fyrir og heldur ekki mamma mín. Vissulega get ég skilið ef fólk hneykslast en ég lifi ekki mínu lífi eftir áliti annarra og mamma mín á ekki að þurfa að ganga í gegnum það. En ég er ekki mamma mín.
Mamma, þegar þú lest þetta, fyrirgefðu allan skítinn sem fólk var að miða á mig en hafnaði í fangi þínu. Ég væri ekki sú manneskja sem ég er í dag ef ekki væri fyrir þig og ég er þakklát fyrir allt sem þú hefur gert.
Og takið þetta til ykkar, þið sem aðeins hafið ímyndað ykkur að dóttir ykkar, systir, móðir eða frænka væri í þessum bransa, þið sem spúið fordómum á dansmeyjar (og foreldra þeirra) að þetta er ekki bara ímynd, þetta er raunveruleiki. Ég er dóttir og ég á móðir sem er af holdi og blóð, hún grætur og finnur til og hefur ekki bara þurft að líða hugsunarleysi af minni hálfu heldur fordóma ykkar líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
16.4.2008 | 10:27
Er ég sú eina sem sé hræsni landanns?
Þegar ég sé svona frétt utan úr heim, þá vaknar upp gífurleg ógleði og reyndar svolítið þakklæti fyrir það að hafa þau forréttindi að vera Íslensk en ekki íslömsk. En þakklætið dugir skammt.
Hér á landi er ekki verið að vinna neitt marktækt gegn kynferðislegu ofbeldi nema sá háværi minnihluti sem heldur því framm að strippdans sé einhverskonarmynd af því. Mér líður stundum einsog heildarsamfélagið hér á landi sé einsog að vera í gaggó, að stelpurnar sem strákarnir ganga slefandi eftir eru illa liðnar af þeim stelpum sem ekki fá slíka athygli. Það ríkir lítil samstaða á milli kvenna hér á landi og þær sem standa saman sparka í hinar og reyna helst að ná höggi á meðan hinar liggja niðri.
Og á meðan það er verið að reyna að koma höggi á hver aðra sitja karlar og hlægja að okkur (eða það finnst mér).
Mér finnst það vera hræðileg að konur geti ekki staðið saman og barist gegn raunverulegu kynferðisofbeldi. Afhverju eru konu ekki að marsera saman niður laugaveg einusinni í mánuði eða jafnvel eftir hvert skipti sem alltof lítill dómur er felldur í kynferðisofbelda málum? Afhverju stöndum við ekki saman um raunverulegt ofbeld gegn okkur sem einnig viðgengst í réttarkerfinu okkar?
En nei, ofan á þetta allt saman þarf ákveðinn hópur kvenna að sæta andlegu ofbeldi sjálftitlaðra feminista og Feministahreyfinga og það þykir bara hið besta mál. Ég hugsa til baka þegar ég var að vinna á Goldfinger, í gamladaga, þegar feministahreyfinginn mætti þar fyrir utan og var að mótmæla okkur stelpunum, sögðu óbeint að við vissum ekki hvað við værum að gera og við værum beittar kynferðisofbeldi, við værum þarna nauðugar og ég man ekki hvað. Þegar ég á svipuðum tíma fór útí þetta starf því ég taldi mig vera að nýta minn feminíska rétt til að gera það sem ég vildi.
En þrátt fyrir það andlega ofbeldi sem ég tel mig og miklu fleiri kvennmenn hafa orðið fyrir, óska ég þess ekkert meir í þessu lífi en að konur á Íslandi standi saman þó að þeim líki ekki atvinna hvors annars. Að konur geti barist gegn kynferðisofbeldi saman en ekki úr sitthvoru horninu.
Og ég veit að sem þjóð erum við lítil en við höfum sýnt það og sannað að ef við tökum höndum saman þá getum við breytt heiminum, sjáið sjálfstæði Litháen og hversu þakklátir þeir eru okkur enn í dag.
Þannig mín beiðni í dag er svona:
Konur, stöndum saman gegn raunverulegu kynferðisofbeldi, sameinaðar getum veið breytt heiminum!
Hjálpum þeim sem þurfa á hjálpinni að halda og leyfið þeim konum sem kjósa sína vinnu sjálfar að sinna því starfi, þó það sé eitthvað sem þið eruð á móti. Reynum að hjálpa þar sem neyðin er mest og neyðin er sko ekki mest þar sem konur fækka fötum af frjálsum vilja, heldur þar sem þær hafa verið sviptar sínum vilja.
Sendum saman þau skilaboð útí heim að að Íslenskar konur líða ekki ofbeldi og fresissviptingu kynsystra okkar!
Átta ára stúlku veittur lögskilnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
28.4.2007 | 15:04
Kisi allur að koma til.
Hann Pooh minn fór aftur uppá spítala í gærkvöldi, því hann kúgaðist svo mikið þrátt fryir að hafa nánast ekkert borðað alla vikuna. Læknirinn tók uppá því að þræða slögnu í gegnum nefið á honum og alveg ofaní maga og svo þurfti ég bara að sprauta mat og vatni í gegnum þessa slöngu ásamt því að gefa honum lyf við flökurleikanum.
En í morgun þegar við vöknum þá virðist hann vera hressari, þó hann geri lítið annað en að liggja uppí sófa. En þegar við mætum svo til læknisinns aftur í dag þá tekur hann sig til og vill skoða stofuna hjá lækninum góða. Hann fær að fara niður á gólf til að skoða sig um og finnur þar matardall húskattarins, og fékk sér bara að borða. Það eitt og sér er svo stórt skref í bata að ég táraðist og hoppaði af gleði
En nú er ég aftur á leiðinni að sækja litla kisu strákinn minn til læknisinns. Og fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér hvaða stofa er að sjá um Pooh-inn minn þá er það dýralækningastofa Dagfinns sem hefur séð um hann og eru þær búnar að stenda sig svo glimrandi vel og reynast mér svo vel að mér finnst líka þess virði að minnast á það
Takk fyrir
Alma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 18:53
Panic, Veikindi og Vesen.
Jæja, síðustu dagar hafa verið soldið erfiðir hjá mér...
Kisinn minn, Hann Pooh (heitir eftir Winnie the Pooh) er búinn að vera agalega lasinn. Og læknirinn sagði að hann væri annaðhvort með sýkingu í lifrinni eða stíflaða galla ganga. Ef þettað er sýking þá er það eitthvað sem sýklalyf ráða við, en það kostar samt helling af veseni að fá hann til að borða aftur. Ef þettað reynist vera þessi stífla þá kostar það aðgerð sem er flókin og erfið og þessvegna sjaldnast gerð.
Þannig ég er búin að vera í hálfgerðu panic að bíða eftir hvað læknirinn segir. En á meðan hlutir eru óljósir þá fer hann til læknis á hverjum degi í lyfjagjöf og þessháttar. Og eyðir svo kvöldunum hérna heima með legg í löpp, lampaskerm um hausinn og afskaplega ósáttur við lífið.
En við hérna heima erum að leggja mikið á okkur til að hjókra honum og sjá til þess að honum líði nú sem best. En ég veit ekki hvað ég mun gera ef allt fer nú illa og ég missi kannski litla kútinn minn. Þannig ég reyni að hugsa sem minnst um það og segi sjálfri mér aftur og aftur að þettað sé bara þessi sýking.
En ofaná þettað allt sagði ég upp í vinnunni minni í gær og það er ekki vegna vondra launa eða þannig, heldur er ég að vinna með svo illgjarnri konu að ég þoli bara ekki lengur við. Og það er ekki í fyrsta sinn sem ég er að vinna með henni...
Meira að segja fyrsta daginn í þessari vinnu rétti ég henni hönd og spurði hvort við gætum nú ekki unnið saman, þar sem ég væri að fara að hefja störf á sama stað. Hún tók í höndina á mér og svaraði "Æjj, ég veit það ekki..." og hefur verið tíkarleg og leiðinleg meðan ég hef reynt að sýna henni lágmarks kurteisi. En sumir vilja bara ekki breytast og ef þettað eru þau gildi sem hún vill ala sín börn upp við þá er það bara hennar mál...
Annars er ég komin með aðra vinnu strax og get ekki beðið eftir að komast á fínan vinnustað með súper góðan móral.
Hef annars lítið annað að segja, ekki fyrr en ég er laus frá herfunni í vinnunni og Pooh-inn minn er orðinn góður...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2007 | 20:36
Og enn um fyrirmyndir.
Jæja, í dag ætla ég ekki að tala um fyrirmyndir fengnar úr sjónvarpinu eða bókum. Í dag ætla ég að líta á þær tvær manneskjur sem eru mínar raunverulegu fyrirmyndir, sem ég tala reglulega við, sem gefa mér ráð þegar mig vantar. Tvær manneskjur sem ég gæti ekki lifað án...
Auðvitað er ég að tala um foreldra mína, Elsku Mamma mín og Pabbi.
Ég ætla að byrja á Pabba mínum.
Þegar ég var lítil var ég agaleg Pabbastelpa. Fyrir mér var enginn sterkari, vitrari og skemmtilegri (eitthvað sem mér fannst kannski ekki alveg á gelgjunni en það var líka bara ég í uppreisn). Og hann Pabbi minn má eiga það að hann hefur alltaf hugsað vel um mig. Einsog ég minntist á í gær þá voru mín fyrstu 5 ár af minni ævi í Englandi og var það partur af fyrirtækja rekstri Pabba míns. En vegna veru minnar í Englandi þá kom ég til baka lesandi, skrifandi og talandi tvö tungumál aðeins 5 ára gömul (fór 4 ára í forskóla úti). Reyndar á þessum tíma úti höfðu foreldrar mínir áhyggjur af því að ég væri meira ensk en íslensk, þær áhyggjur kviknuðu þegar þau komu að mér að leika mér á ensku. Þau gerðu sér grein fyrir því að fyrst ég lék mér á ensku hugsaði ég sennilegast á ensku og gripu þau til þess ráðs að gefa mér helling af íslenskum strumpaspólum og innan skamms var alma litla farin að strumpa allt sem hún gerði
En vegna þess að ég talaði líka enskuna en var bara með barnalegan skilning á hlutum tók hann elsku Pabbi minn það að sér að útskýra allskonar texta, lög og bíómyndir fyrir mér. Þolinmæðin sem hann sýndi mér er eitthvað sem ég get seint launað honum og þessar minningar eru margar hverjar fastar í mínu minni, minn fjársjóður
Ég man alltaf þegar hann útskýrði fyrir mér afhverju Janis Joplin var að biðja Guð um nýjan bíl, litasjónvarp og fleiri asnalega hluti í "Mercades benz". Það hafði stór áhrif á mig sem barn, þessi texti og meiningin á bak við hann. Og allur fróðleikurinn sem Pabbi minn sagði mér um hina ýmsu tónlista menn er eitthvað sem mér fannst æðislegt, fannst strax að það var talað við mig sem vitiborna manneskju, þó ég væri smábarn fannst mér vera komið fram við mig sem jafningja. Hann talaði aldrei niður til mín þegar við vorum í slíkum samræðum og það var mér alltaf óskaplega mikils virði.
En svo horfði ég líka mikið á bíómyndir með Pabba mínum, spurði mikið afhverju þessi var að gera þettað og svona, því þó ég skildi málið skildi ég oft ekki samhengið. Og þó að það sé fyndið þá man ég alltaf eftir að við vorum hérna á Íslandi og það var sagt í einhverri mynd "the shit has hit the fan". Pabbi minn spurði hvort ég skildi það og ég svaraði honum "Skíturinn hefur farið á aðdáenduna (????)" Þar sem ég þekkti bara fan sem áðdáanda skildi ég samhengið rosalega illa, en ég gat treyst á hann elsku Pabba til útskýra fyrir mér án þess að þurfa að skammast mín fyrir mitt barnslega skilningsleysi.
Enn þann dag í dag treysti ég engum betur til að útskýra hluti sem ég skil illa. Ekki fyrir það löngu gaf prentstofa hér á landi út dagbók sem voru sendar til ýmissa aðilla, umræddar dagbækur innhéldu slatta af málsháttum sem voru frekar niðrandi um kvennmenn. Ég, á þeim tíma vel lituð af fordómum gagnvart Feministafélagi Íslands, hringi í pabba minn og spyr hvað honum finnist um þessar frekjur að gera atlögu að einhverju sem er partur af okkar menningu, einhverju sem ber að taka í gríni. Pabbi minn svaraði mér af þeirri reynslu sem hann býr yfir sem atvinnurekandi, faðir tveggja stelpna, eiginmaður frábærrar konu og manni sem þykir afskaplega vænt um okkur konurnar (eitthvað sem ég vissi ekki fyrir, en þarna sagði pabbi minn mér beinlínis að hann væri feminist og í gegnum árin hefur hann alltaf stutt tryggilega við bakið á þeim konum sem unnið hafa fyrir hann). Pabbi minn sagði mér að þessar dagbækur mundu nú flestar enda inná skrifborðum hjá "jakkafötunum" og að mikið af þessum "jakkafötum" eru í ósýnilegum og nánast óáreittum karlaklúbb sem vilja ekki sjá konur í stjórnendastöðum, sem vilja halda konunum sem lengst niðri eins lengi og hægt er. Hvort mér findist það við hæfi að svona málsháttar séu á borðum svona manna?
Skyndilega leið mér kjánalega og áttaði mig á að mín viðbrögð voru aðallega lituð af fordómum gagnvart Femís. Og þegar ég settist niður og hugsaði málið yfir, þá hefði okkur öllum blöskrað soldið ef orðið "negri" eða "hommi" hefði birts í stað "konu". Þá hefði nú verið argað um meiriháttar fordóma, en við konur eigum bara að sætta okkur við þessa fordóma
Ég vil þakka þér elsku Pabbi minn, fyrir að vera til og að hafa kennt mér á þinn hátt að nota heilan og rökhugsun af sömu snilld og þú gerir, fyrir að hvetja mig alltaf til að vera sjálfri mér samkvæm og að getað verið sammála um að vera ósammála mér stundum
En nú er komið að henni elsku Mömmu minni.
Sumir mundu hugsanlega líta svo á að Pabbi minn sé soldið merkur maður, stjórnar eigin fyrirtæki, miklll ræðu maður og orða snillingur og allt þar fram eftir á móti því að Mamma mín var "bara heimavinnandi húsmóðir". Þeir aðillar geta átt sig, svo fordómafullir að þeir eru ófærir um að sjá hveru merkileg Mamma mín er og hve hennar vinna skipti jafn miklu máli og ef ekki meira en vinna Pabba míns. Jú jú, vissulega var það Pabbi sem kom með peninginn, en engin stoppar og spáir í því að hvernig hefði það dæmi gengið upp ef engin Mamma hefði verið og Pabbi að hugsa líka um 3 krakka. Þökk sé Mömmu minni fyrir að Pabba mínum hefur alltaf gegnið jafn vel því hann átti hana að. Og það er ekkert á færi hvers sem er að sinna því mjög svo áeigingjarna starfi sem mamma mín sinnti í yfir 30 ár sem húsmóðir.
Elsku Mamma mín, við hin í fjölskyldunni getum aldrei þakkað þér nóg fyrir að hafa alltaf verið til staðar, allan yndislega matinn og góðgætið sem þú hefur alltaf borið fram, allt sem þú kenndir okkur og þín óendanlega þolinmæði fyrir okkur "villingunum" og vinnutengdum ferðum Pabba. Þú hefur alltaf verið til staðar, ALLTAF. Manneskjan sem ég treysti mest á og mitt líf hefði orðið afskaplega innantómt án þín, jafnvel þó ég eigi svona frábæran Pabba.
Þú kenndir mér að meta kvennleika, fegurð og styrk okkar kvenna. Og mér finnst við hæfi að minnast á það, þar sem tímabil fegurðasamkeppna er í gangi, að þó þú Elsku Mamma mín fallir ekki undir staðalímynd í fegurð þá hefurðu alltaf verið fallegasta kona í heimi í mínum augum. Þú ert með fallegri og kvennlegri línur en nokkur fegurðardrottning og ég hef alltaf óskað mér að vera jafn falleg og þú, að innan og utan. (hér stoppa ég og þurrka nokkur tár á vanga mínum)
Já, ég er heppin að eiga svona fullkomna foreldra, en ég er líka svo heppin að foreldrar mínir hafa myndað eitthvað besta teymi sem til er. Þau vinna svo fullkomlega saman og eru svo sannarlega sálufélagar. Að alast uppá heimili þar sem ástin þeirra skein alltaf, að upplifa svona fullkoma heild er eitthvað sem ekki margir fá á sinni ævi.
Elsu Mamma og Pabbi, ég veit að ég hef verið erfið í gegnum tíðina en ég elska ykkur svo mikið að orð fá því ekki lýst. Þið eruð bæði manneskur sem mig langar að vera. Öll ykkar viska, öll ykkar ást er eitthvað sem ég vona að ég get sjálf miðlað til eigin barna þegar þar að kemur.
Og ég vona að sem flestir lesi þettað hjá mér og fari til foreldra/barna sinna og láti þau vita hvað þau eru elskuð, því það er eitthvað sem maður getur ekki sagt þeim of oft.
Takk fyrir mig
Alma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2007 | 23:32
Sterkar kvenn fyrirmyndir
Jæja, nú fyrir skemmstu voru ég og Sigrún vinkona að velja avatar fyrir Pro-Sex. Ákváðum við að sú mynd sem prýðir nú Pro-Sex sé falleg og smekkleg, því við vildum ekki velja mynd sem einblínir á kynlíf eða kynþokka, frekar fegurð konunar.
En ég var í morgun búin að ná í slatta af myndum sem mér fannst koma til greina og völdum við svo tvær sem okkar eigin avatar. Mikið af myndunum sem ég var búin að finna áttu það flest allar sameiginlegt að þær voru af konum í svona ofurhetju stíl. Sterkar konur sem hafa alltaf staðið jafnar körlunum og taka sko ekkert múður frá neinum. Og þegar ég spái í því hef ég sjaldan hitt jafn mikið af þannig týpu af kvennmönnum og meðan ég var akkurat að vinna sem strippari.
En ég var fyrstu 5 ár af minni ævi í Englandi og ólst þar upp við teiknimyndir einsog "Spiderman, Iceman and Firestar" og "Dungeons & Dragons", eða það var allavega efnið sem ég sótti í ekki einusinni orðin 5 ára gömul. Og svo horfði ég stíft á "Wonder-Woman" þættina hérna heima. Ég var líka alin upp við það heima að ég gæti gert akkurat það sem ég vildi og var aldrei bundin neinu kynhlutverki (og var reyndar kölluð stráka stelpa vegna þess hvernig ég var). Ég lék mér jafnt með barbídúkkum og byssum, ég fékk alltaf barbí í afmælisgjöf og keypti mér sjálf "stráka" dótið sem mig langaði í.
Þegar ég kom svo á gelgjuna þá dróst ég útí hlutverka spil með vinkonu minni, þar sem stóra bróðir hennar leyfði okkur að vera með. Þó ég gerði mér enganvegin grein fyrir því þá, þá skein í gegn þessar sterku kvenn fyrirmyndir sem ég hef alltaf litið svo upptil. Ég þver neitaði að spila karlkyns karakter og hneykslaðist reyndar á því að vinkona mín kaus það, því henni fannst konur vera "veikara kynið". En ég nýtti tækifærið í þessum ímyndunar heim og gerði mína fjölmörgu kvenn karaktera að þeim sterku konum sem ég óskaði mér að ég gæri verið.
Ég las fjöldan allan af svona "fantasy" bókum (aðallega Dragonlance) og hef alltaf verið hrifin af svona "Femm-fatale" karakterum og þegar það koma að því að velja avatar þá sótti ég mér ímynd enn og aftur þangað.
En þrátt fyrir að hafa sótt mína fyrirmyndir til kvenna sem jú oft á tíðum eru hreint út segt ofbeldisfullar þá fannst mér kvennleiki alltaf skipta jafn miklu máli. Ég elska fallegar konur sem sparka í rass. Ég elska kvennleika í sambland við það sem annars væri flokkað sem karlmenska. Ég elska konur fyrir að standa jafnfætis karlmönnum en hafa yfirburði í kynþokka, það er eitthvað sem verður aldrei tekið af okkur! Ég elska það að eiga þann valkost að getað verið ég, jafn "strákaleg" og ég get verið, en samt getað verið kvennleg og kynþokkafull einsog bara við konur getum!
En ég er að hugsa um að enda þettað í bili og skrifa þá frekar framhald á morgun.
Vona að einhver skemmti sér yfir þessum hugsunum mínum og endilega kíkið á Pro-Sex
Takk fyrir
Alma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2007 | 01:55
Mín fyrsta færsla á Mbl.is
Jæja, nú ætla ég að taka minn sess hér á Mbl og vekja athygli á þeim málefnum sem standa mínu hjarta næst. Og það sem stendur mínu hjarta næst er mitt kynfrelsi og stöðug árás sem það sætir.
En læt þettað duga í dag.
XxXBloggar | Breytt s.d. kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)