11.4.2007 | 23:32
Sterkar kvenn fyrirmyndir
Jæja, nú fyrir skemmstu voru ég og Sigrún vinkona að velja avatar fyrir Pro-Sex. Ákváðum við að sú mynd sem prýðir nú Pro-Sex sé falleg og smekkleg, því við vildum ekki velja mynd sem einblínir á kynlíf eða kynþokka, frekar fegurð konunar.
En ég var í morgun búin að ná í slatta af myndum sem mér fannst koma til greina og völdum við svo tvær sem okkar eigin avatar. Mikið af myndunum sem ég var búin að finna áttu það flest allar sameiginlegt að þær voru af konum í svona ofurhetju stíl. Sterkar konur sem hafa alltaf staðið jafnar körlunum og taka sko ekkert múður frá neinum. Og þegar ég spái í því hef ég sjaldan hitt jafn mikið af þannig týpu af kvennmönnum og meðan ég var akkurat að vinna sem strippari.
En ég var fyrstu 5 ár af minni ævi í Englandi og ólst þar upp við teiknimyndir einsog "Spiderman, Iceman and Firestar" og "Dungeons & Dragons", eða það var allavega efnið sem ég sótti í ekki einusinni orðin 5 ára gömul. Og svo horfði ég stíft á "Wonder-Woman" þættina hérna heima. Ég var líka alin upp við það heima að ég gæti gert akkurat það sem ég vildi og var aldrei bundin neinu kynhlutverki (og var reyndar kölluð stráka stelpa vegna þess hvernig ég var). Ég lék mér jafnt með barbídúkkum og byssum, ég fékk alltaf barbí í afmælisgjöf og keypti mér sjálf "stráka" dótið sem mig langaði í.
Þegar ég kom svo á gelgjuna þá dróst ég útí hlutverka spil með vinkonu minni, þar sem stóra bróðir hennar leyfði okkur að vera með. Þó ég gerði mér enganvegin grein fyrir því þá, þá skein í gegn þessar sterku kvenn fyrirmyndir sem ég hef alltaf litið svo upptil. Ég þver neitaði að spila karlkyns karakter og hneykslaðist reyndar á því að vinkona mín kaus það, því henni fannst konur vera "veikara kynið". En ég nýtti tækifærið í þessum ímyndunar heim og gerði mína fjölmörgu kvenn karaktera að þeim sterku konum sem ég óskaði mér að ég gæri verið.
Ég las fjöldan allan af svona "fantasy" bókum (aðallega Dragonlance) og hef alltaf verið hrifin af svona "Femm-fatale" karakterum og þegar það koma að því að velja avatar þá sótti ég mér ímynd enn og aftur þangað.
En þrátt fyrir að hafa sótt mína fyrirmyndir til kvenna sem jú oft á tíðum eru hreint út segt ofbeldisfullar þá fannst mér kvennleiki alltaf skipta jafn miklu máli. Ég elska fallegar konur sem sparka í rass. Ég elska kvennleika í sambland við það sem annars væri flokkað sem karlmenska. Ég elska konur fyrir að standa jafnfætis karlmönnum en hafa yfirburði í kynþokka, það er eitthvað sem verður aldrei tekið af okkur! Ég elska það að eiga þann valkost að getað verið ég, jafn "strákaleg" og ég get verið, en samt getað verið kvennleg og kynþokkafull einsog bara við konur getum!
En ég er að hugsa um að enda þettað í bili og skrifa þá frekar framhald á morgun.
Vona að einhver skemmti sér yfir þessum hugsunum mínum og endilega kíkið á Pro-Sex
Takk fyrir
Alma
Athugasemdir
hahahaha vonaru það já, ok ég skal segja þér að ég skemmti mér yfir þeim
ég skil rosalega vel hvað þú ert að meina með þessu um karakterana. Við höfum verið pínkulítið líkar sem krakkar, allavega í pælingum. Ég var reyndar hardkor femínisti frá því að ég byrjaði í barnaskóla og svo alveg þangað til ég fór á svokallað þagnarskeið og hætti að tala og reyna að hafa áhrif, þá var ég eitthvað 12 ára. Svo er maður aftur búinn að finna sig núna
halkatla, 12.4.2007 kl. 21:35
Ég fékk það oft á tilfinninguna að við værum aðeins líkari en okkur grunaði, Anna Karen mín, á okkar samleið í F.B. og svo á Leifsgötuni. Ég kann ekki alveg að lýsa því almennilega en við áttum báðar til að lesa fannst mér svipaðri bækur en hinar stelpurnar og vorum oft með svipaðar skoðanir og þannig...
En það er ánægjulegt að þú skemmtir þér yfir þessum hugsunum hjá mér og mér finnst frábært að fá komment frá þér (reyndar er ég þannig bloggari að ég nærist á kommentum en er enn svo ný hér á mogga blogginu að þin komment eru mér svo mikils virði)
En já þettað er líka svona ákveðin liður í því að sýna þeim sem vilja að Sleepless er ekki skáldaður karakter með miklar tilvísanir í þessa fantasíu karaktera, heldur hefur það alltaf verið ég sjálf, þó mér finnist alltaf gaman að eiga alter ego, sem heitir Falma og ég get kennt um allar mínar vondu ákvarðanir í gegnum tíðina.
Mér finnst líka gaman að velta því fyrir mér hvort, útaf mínu uppeldi í öðru landi þessi ár hafi haft svona mikil áhrif á mig, því þar fann ég nú fyrst þessar fyrirmyndir, eða hvort allar stelpur höfðu þessi sömu tækifæri en voru því miður aðeins of bundnar þessum kynja hlutverkum.
Því ég man alltaf sem lítil stelpa að vera uppnefnd stráka stelpa, og þó ég var nú sár yfir því (fannst vera segja að ég gæti ekki verið kvennleg), þá fannst mér fínt að vera einsog strákarnir, fannst þeir njóta meira frelsis einhvernvegin...
En vá hvað mér tekst alltaf að skrifa aðeins of mikið en ég ætlaði mér...
Peace and love
Sleepless, 12.4.2007 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.