Panic, Veikindi og Vesen.

Jæja, síðustu dagar hafa verið soldið erfiðir hjá mér...

Kisinn minn, Hann Pooh (heitir eftir Winnie the Pooh) er búinn að vera agalega lasinn. Og læknirinn sagði að hann væri annaðhvort með sýkingu í lifrinni eða stíflaða galla ganga. Ef þettað er sýking þá er það eitthvað sem sýklalyf ráða við, en það kostar samt helling af veseni að fá hann til að borða aftur. Ef þettað reynist vera þessi stífla þá kostar það aðgerð sem er flókin og erfið og þessvegna sjaldnast gerð. CryingFrown

Þannig ég er búin að vera í hálfgerðu panic að bíða eftir hvað læknirinn segir. En á meðan hlutir eru óljósir þá fer hann til læknis á hverjum degi í lyfjagjöf og þessháttar. Og eyðir svo kvöldunum hérna heima með legg í löpp, lampaskerm um hausinn og afskaplega ósáttur við lífið.

En við hérna heima erum að leggja mikið á okkur til að hjókra honum og sjá til þess að honum líði nú sem best. En ég veit ekki hvað ég mun gera ef allt fer nú illa og ég missi kannski litla kútinn minn. Þannig ég reyni að hugsa sem minnst um það og segi sjálfri mér aftur og aftur að þettað sé bara þessi sýking.

En ofaná þettað allt sagði ég upp í vinnunni minni í gær og það er ekki vegna vondra launa eða þannig, heldur er ég að vinna með svo illgjarnri konu að ég þoli bara ekki lengur við. Og það er ekki í fyrsta sinn sem ég er að vinna með henni...Angry

Meira að segja fyrsta daginn í þessari vinnu rétti ég henni hönd og spurði hvort við gætum nú ekki unnið saman, þar sem ég væri að fara að hefja störf á sama stað. Hún tók í höndina á mér og svaraði "Æjj, ég veit það ekki..." og hefur verið tíkarleg og leiðinleg meðan ég hef reynt að sýna henni lágmarks kurteisi. En sumir vilja bara ekki breytast og ef þettað eru þau gildi sem hún vill ala sín börn upp við þá er það bara hennar mál... Shocking

 Annars er ég komin með aðra vinnu strax og get ekki beðið eftir að komast á fínan vinnustað með súper góðan móral.

Hef annars lítið annað að segja, ekki fyrr en ég er laus frá  herfunni í vinnunni og Pooh-inn minn er orðinn góður...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óþolandi svona gamlar þurrkuntur sem fyrirlíta allt með geirvörturnar hærri en þeirra eigin.

Þetta er já svolítið gróft tekið til orða, en hvað er að konum (og já ég hef bara tekið eftir þessari hegðun hjá konum, líklega vegna þess að ég er kona) Hvernig dettur eldri konum sem hafa mun meiri reynslu af vinnumarkaðinum að koma svona illa fram við samstarfskonur sínar.  

Ég sagði upp starfi sem mér líkaði svosem vel við þ.e.a.s starfið sjálft út af lélegum móral.  Og það var þá aðalega ein daman 58 ára afgreiðsludama, sem gerði ekkert nema að baktala okkur samstarfskonur sínar.  Hún gerði í því að vera alltaf ósammála mér, jafnvel þó ég hefði ekki klárað setninguna sem ég var að segja.  Allt sem ég gerði var ekki nógu gott.

Og enn og aftur þá er ein svona "Kelling" á nýja vinnustaðnum mínum, hún er sem betur fer að hætta annars væri ég farin...

Þetta er ábyggilega eitthvað sálfræðilegt, að þær eru með minnimáttarkennd og taki það út á nýju starfsfólki.  Ég allavega hef fengið nóg af svona samstarfskonum... Og nóg af móral á vinnustöðum, ég mæti í vinnuna til að vinna ekki til að bitchfighta... 

Og nú er ég búin að blása út um mitt álit á svona þurrkunntum...  

Og á meðan var litli Pooh, að fela sig undir stólnum mínum og við að panica ennþá meira, þegar þið komuð heim, yfir hvernig er hægt að týna ketti með skerm... Litla greyjið  vildi bara ekki vera einn frammi

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband