Kisi allur að koma til.

Hann Pooh minn fór aftur uppá spítala í gærkvöldi, því hann kúgaðist svo mikið þrátt fryir að hafa nánast ekkert borðað alla vikuna. Læknirinn tók uppá því að þræða slögnu í gegnum nefið á honum og alveg ofaní maga og svo þurfti ég bara að sprauta mat og vatni í gegnum þessa slöngu ásamt því að gefa honum lyf við flökurleikanum.

En  í morgun þegar við vöknum þá virðist hann vera hressari, þó hann geri lítið annað en að liggja uppí sófa. En þegar við mætum svo til læknisinns aftur í dag þá tekur hann sig til og vill skoða stofuna hjá lækninum góða. Hann fær að fara niður á gólf til að skoða sig um og finnur þar matardall húskattarins, og fékk sér bara að borða. Það eitt og sér er svo stórt skref í bata að ég táraðist og hoppaði af gleðiKissing

En nú er ég aftur á leiðinni að sækja litla kisu strákinn minn til læknisinns. Og fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér hvaða stofa er að sjá um Pooh-inn minn þá er það dýralækningastofa Dagfinns sem hefur séð um hann og eru þær búnar að stenda sig svo glimrandi vel og reynast mér svo vel að mér finnst líka þess virði að minnast á það Halo

Takk fyrir

Alma 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband