Klám, hryllingur og sambönd.

Maðurinn minn var að benda mér á svo sniðugt Blogg hjá dömu í útlöndunum miklu. Sú dama skrifaði ansi skemmtilega færslu sem ber nafnið "What’s So Wrong About Porn?" http://divinecaroline.com/article/22081/39208-what-s-wrong-porn-

Ég las þessa færlsu og hún var svo einsog skrifuð úr mínu hjarta að mér fannst það nánast fáránlegt og get því ekki annað en deilt því með ykkur elsku pervertar og úrhrök Lansdins sem lesa bloggið mitt. Kissing

Og meira að segja svarar maðurinn minn þar svo skemmtilega. Hann heldur því alltaf fram að hann geti ekki skrifað en ég gat ekki betur séð en að hann geti vel komið fyrir sig orði og það meira að segja á (útl)enskunni. InLove

 Ég ætla að viðurkenna svoldið (virðist alltaf vera viðurkenna eitthvað hér á moggabloggi en er það ekki tilgangurinn...?). Ég er rosalega veik fyrir hryllingsmyndum og þá er ég ekki að tala um að ég sé alltaf að horfa á hryllingsmyndir, heldur akkúrat andstæðan. Ef ég horfi á hryllingsmynd þá truflast ég bara Undecided.  Ég hætti að sofa og jafnvel brenglast mitt raunveruleika skyn soldið. Þetta er soldið aðhlátursefni innan vinahópsinns, sérstaklega þar sem ég virðist vera ein um þetta en ég veit að systir mín er líka svona. Þetta eru bara myndir sem ég á ekkert að horfa á. Ég veit það best sjálf hve slæm áhrif slíkar myndir hafa á mig en ég skal gefa ykkur dæmi.

Síðasti hryllingur sem ég horfði á var "The Ring" ameríska útgáfan. Það fór svo að ég svaf varla í 3 nætur eftir á og ef ég þurfti að vera ein heima gat ég ekki verið í tölvunni eða horft á sjónvarp, þegar kærastinn minn kom heim þá fann hann mig yfileitt í felum undir sæng inní svefnherbergi þar sem ég hafði verið allt kvöldið. Og þegar ég gat sofið fékk ég alltaf martraðir, vaknaði með látum og gat ekki sofið meir.

Ég hef alltaf í gegnum alla mína ævi þráast við og horft á hryllingsmyndir, vildi ekki láta líta á mig sem minni manneskju eða hvað það var sem ég var að sækjast eftir. En staðreyndin er bara sú að ég er gífurlega myrkfælin þó ég sé að verða 27 ára gömul.

En eftir þettað ævintýri með "The Ring" þá gafst eiginlega kærastinn upp á þessu ástandi mínu og eiginlega "bannaði" mér að horfa á hrylling, hélt því fram að þetta væri nú ekki bara að hafa áhrif á minn svefn heldur líka hans svefn. Tók hann langan tíma að róa mig niður, þannig það var ekki bara ég sem missti svefn og hann sá bara betur þessa geðveiki sem að tók yfir. En það var ekki bara það að hann bannaði mér að horfa á hrylinginn heldur var ég komin með fullkomna afsökun til að segja nei. Og núna í dag, einhverjum árum seinna, finn ég bara sjálf hversu góð áhrif það hefur haft á mig að hætta bara að horfa á þessa vitleysu, hef ekkert með það að gera.

En vitiði, ég mundi aldrei í mínu lífi fara leggja til banni við slíkum myndum, enda finnst mér fráleitt að banna fullorðnu fólki að ráðstafa sínum tíma einsog það vill. Og við lifum á þeim tímum þar sem í sífellt vaxandi mæli erum við hætt að taka ábyrgð á eigin gjörðum og erum alltof dugleg við að kenna utanaðkomandi hlutum um, tölvuleikjum og bíómyndum. Höfum við enga persónulega ábyrgð lengur? Er það virkilega besta lausnin við öllum vandamálum að banna og þar með taka burt persónulega ábyrgð?  Ég meina, allar hryllingsmyndir eru markaðssettar sem "ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA" er það þá ekki á ábyrgð viðkvæmra að fara ekki á slíkar myndir?

En þarna virðist klámið vera í sérflokk, því það á að vera bannað. Ég persónulega sé margt gott við klám, eitthvað sem ég sé ekki við hrylling. Ég og maðurinn minn hofum oftar átt góða kvöldstund með klámi frekar en hrylling. Og ég hef aldrei skilið afhverju fólk er að berjast við að halda klámi frá börnunum sínum þegar viðbjóður einsog "Saw" og "Hostel"  lifir góði lífi sem fastur sess í lífi unglinga. Skil ekki hvernig fólki finnst það vera minna mál að horfa á limlestingar og upphafningu á morðum í stað kynlífs. Og ef ég væri spurð þá finnst mér kynlíf, þó það sé ekki stundað af ást, vera nær raunveruleikanum heldur en hitt... GetLost

Ég veit ekki með ykkur hin, en klám hefur aldrei skapað neina spennu eða ágreining í mínu sambandi. Reyndar er maðurinn minn yfirburða tölvunörd og hefur hann lagt það á sig að finna kynferðislega opinskátt efni (klám) fyrir mig sem hentar mér betur en þetta "male mainstream porn". Hveru margir vita að það eru til verðlauna afhending fyrir feminískt klám? Að konur eru meira og meira að komast inní þennan bransa og klámið er að breytast í þessum töluðu orðum. Það er kannski ennþá langt í land en við konur sem erum neytendur á klámi erum að vaxa og það er sífellt verið að framleiða meira sem er meira sniðið að okkar þörfum.

En jæja, nú er ég að verða sein og verð að halda þessari pælingu áfram seinna. En endilega svarið og segið ykkar skoðun.

 XxX

Sleepless 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Það vill líka gleymast að konur eru miklu hærra launaðar í porni en karlar...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.4.2008 kl. 16:09

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég hef nú aldrei verið spennt fyrir klámi, en mér finnst að fólk megi horfa á það ef það vill. Ég er aftur á móti mjög veik fyrir hryllingsmyndum og læt þær helst ekki framhjá mér fara. Sef eins og steinn og þær hafa engin áhrif á mig önnur en þau að mér finnst spennandi að horfa á þær.

Helga Magnúsdóttir, 25.4.2008 kl. 16:15

3 identicon

Einfalt má.

MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 00:03

4 Smámynd: kiza

Elska hryllingsmyndir, fíla klám og HATA væmnar formúlu-romance-myndir with the fire of a thousand burning suns ;)

Vertu bara ekkert að horfa á þetta ef þetta fer svona í þig, þú ert ekkert minni manneskja fyrir það :D

kiza, 29.4.2008 kl. 12:26

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig Sleepless mín, hef ekki verið inni yfir helgina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband