27.4.2008 | 12:02
Gott að vera treyst.
Ég á unga frænku, rétt undir tvítugsaldri, sem var að flytja hingað heim eftir margra ára veru í útlöndum með foreldrum sínum. Hún er hér ein og flutti í hverfið hjá mér og kemur því mikið í heimsókn. Hún veit allt um mína fortíð og mín framtíðarplön og höfum við orðið góðar og mjög persónulegar vinkonur á mjög stuttum tíma.
Í gær morgun kom það uppá að hún sendi mér sms og sagðist vera í vandræðum, hvort hún mætti ekki kíkja. Þegar hún var svo komin sagði hún mér frá að hún hefði verið með strák um nóttina og að það hefði gerst slys, smokkurinn hafði slitnað
Hún hafði engan annan til að leita til og ég var pínu stolt að hún kom til mín og treysti sér að ræða þetta við mig, það er alls ekkert sjálfgefið að krakkar og ungmenni leiti aðstoðar hjá sinni fjölskydu.
En að vísu er staðreyndin sú hjá mér að frænkur á öllum aldri hafa þorað að spyrja mig útí ýmiskonar sem varðar kynlíf, klám og hvar er best að versla sér undirföt á netinu. Meira að segja hef ég svo gott samband við systur mína að hún spyr mig reglulega um ráð og hikar ekki við að lýsa fyrir mér aðstæðum sem upp hafa komið hjá henni.
Með frænku mína ung, þá var ég sjálf ekki með pening til að hjálpa henni þannig ég fékk hana til að treysta Mömmu minni fyrir þessu og fengum lítið "mömmulán" til að geta keypt "daginn eftir" pilluna. En það er bara stundum þannig að þegar manns eigin Mamma er ekki til staðar þá verður maður að fá eina lánaða.
Það er gott að vera treyst og það er gott að geta treyst. Það er gott að geta rætt viðkvæm mál og fá jafnvel aðstoð sama hvort maður er ungur og óharðnaður eða eldri og sjóaður.
XxX
Sleepless
Athugasemdir
Flott hjá þér að vera til staðar fyrir litlu frænku. Ég á einmitt eina systurdóttur sem treystir mér fyrir öllu. Það er mjög notalegt.
Helga Magnúsdóttir, 27.4.2008 kl. 18:25
En frábært að þú skyldir vera þarna fyrir hana, og líka mamma þín mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.