Villur á mbl.is

Mér finnst ég alltaf vera að sjá einhverjar villur á mbl, gildir engu hvort það séu innsláttar eða stafsetningar villur eða bara vitleysa.

T.d. var Heath Leadger tilnefndur bara einusinni til Óskars en ekki tvisvar einsog segir í fréttinni og einhverntíman var talað um Jennu McCarthy og einhverfu dóttir hennar, þegar hún á einhverfan son og fleira í þeim dúr...GetLost

Ég skal alveg viðurkenna það að ég er svona stjörnuslúðurs stelpa, enda kannski ekki almenn vitneskja að Jenna kella á son en ekki dóttur, en auðvitað spyr maður sjálfan sig hvort blaðamenn á mbl séu eitthvað að hafa fyrir því að athuga staðreyndir áður en fréttinni er skellt inn og þá að sama skapi notað villu púkann sem við notendur á moggabloggi fáum frítt.

En ég ætla líka að viðurkenna að ég ætla að kaupa mér svona Heath Ledger/Joker dúkk, vonandi verður hún til þegar ég fer næst í Nexus.


mbl.is Heath Ledger: Uppseldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kiza

Er alltaf að taka eftir þessu sjálf, geta þeir ekki bara ráðið okkur í hlutastarf sem prófarkalesara..? ;)

kiza, 8.5.2008 kl. 14:39

2 identicon

Heath Ledger/Joker dúkk? hvað er það?

Gunni (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 15:48

3 identicon

hæ  Sleepless  og  bæ

MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 00:53

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe eins gott að við höfum einhverja til að leiðrétta ósköpin. Knús á þig inn í daginn sleepless mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 13:33

5 identicon

ú þá veit ég hvað er hægt að gefa þér í afmælisgjöf..ef ég man það þangað til í ágúst

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 14:17

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er rétt hjá þér að mbl.is er ekki sérlega vel prófarkalesinn. Þetta er eiginlega hreinlega til skammar.

Helga Magnúsdóttir, 11.5.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband