14.5.2008 | 10:13
Fyrir viðkvæma nebba (When the FLU strikes)
Ég sit nú heima með ferlegasta kvef sem ég man eftir. Nefið stíflað útí eyru og nasavængir orðnir rauðir og sárir eftir mikil átök í snýtingum. Ég sat hér í gær vopnuð strepsils og eitthvað sem ég taldi vera fínan snýtupappír, svona sem er keyptur í litlum pökkun og hentar vel í veski. En pappírinn var að klárast svo ég bað manninn minn elskulega að kaupa fyrir mig neseril og snýtupappír á leiðinni heim úr vinnunni.
Kallinn kom heim með pappír sem er með svona "balsam" í, vildi vera voða góður við mig og það var hann. Ég hafði alveg trúað því að pappírinn sem ég var með væri fyrir viðkvæma nebba en ég fann það skýrt og greinilega að þessi kleenex með balsam er klárlega það besta fyrir afskaplega kvefaða og sára nebba, þetta er einsog að snýta sér í silki.
En svona fyrir þá sem eru jafn sárir í nefinu og ég þessa daganna og tíma/vilja ekki kaupa sér svoan pappír þá langar mig að benda á að það er rosa gott að smyrja auma svæðið með þykku lagi af vaseline-i. Manni svíður ekki undan því einsog með önnur krem og það skiptir ekki máli þó þú snýtir það í burtu má alltaf bera meira á (eða hafa bara svo mikið á að það fer bara smáræði þegar maður snýtir sér).
En maðurinn minn elskulegi fór aftur útí búð í morgun, áðuren hann fór að vinna og keypti fyrir mig 2 kassa af kleenex. Ég kláraði hinn í gærkvöldi og því orðin tissjú laus, ekki er það gott þegar maður er eina kvöldstund að klára einn kassa. Ég held að vísu að það sé persónulegt met hjá mét í snýtingum
En jæja, farin að halda áfram að vera veik og kannski reyna að klára greinina sem ég var byrjuð á.
Med stíbblad neb og svaka nebbmælt
Sleepless
Athugasemdir
Hehe vona að þér batni fljótt sæta :) er sjálf búin að vera með on og off kvef í einhverja mánuði sem virðist vera að ná hápunkti núna, maður er svona einsog litlu börnin, horið er bara endalaust!
Hvaðan ætli þetta allt saman komi eiginlega....
kiza, 14.5.2008 kl. 13:08
Lestrarkvitt
MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 19:27
Hæ sæta vonandi lagast þú því þú misstir af miklu þegar ég reifst við ástu og basicly sagði henni að fara þar sem sólin skín ekki.
Sagði það ekki en she is pissed
Tarea, 14.5.2008 kl. 21:27
Samúðarkveðjur frá mér og ég ætla að muna eftir þessu snýtubréfi næst þegar ég fæ kvef.
Helga Magnúsdóttir, 14.5.2008 kl. 22:10
Láttu þér batna Sleepless mín. Það er þreytandi að vera með kvef og rennandi nef.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2008 kl. 00:57
Kiza: já það er spurning, hvaðan kemur þetta allt saman? Ég fer bráðum að halda því fram að ég sé svo gáfuð að þetta hlýtur að vera affall af heilanum eða eitthvað
Hæ Maggi
Helga: Þessi blessaði pappír er gersamlega búin að bjarga á mér nefinu og takk fyrir kveðjurnar.
Ásthildur: þakka þér kærlega fyrir þína kveðju. Það er svo sannarlega þreytandi að vera SVONA veik...
Þakka líka öllum fyrir kveðjurnar
XxX
Sleepless, 15.5.2008 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.