19.5.2008 | 12:41
Gripin af löggunni...
Ég fór til foreldra minna í gær, held ég hafi aldrei sérstaklega minnst á að þau búa úti á landi þannig það tekur mig um klukkutíma að keyra til þeirra. Ég lít ekki á mig sem ökuníðing jafnvel þó ég virði sjaldnast hraðalög þegar ég er komin á þjóðveginn. Mér finnst bara best að vera keyra á 100-120. Mér bara finnst það vera fínn hraði á þjóðveginum og ég finn ég verð soldið pirruð ef ég neyðist til að keyra á 80-90. Núna í haust fagna ég því að hafa verið með bílpróf í 9 ár (tók það þegar ég var 18) en í gær var ég í fyrsta sinn stoppuð og sektuð.
Ég var gripin á 107 og þegar lögregumaðurinn kom að bílnum mínum og sagði mér að þeir væru að stoppa mig fyrir ofhraðan akstur þá svaraði ég skömmustulega að ég vissi uppá mig sökina....
Ég hef alveg áður verið stoppuð í eftirlit (reyndar var ég í fyrsta sinn á ævinni stoppuð fyrir að keyra með hazard ljósin , en það er önnur saga...) og alltaf hefur það reynst mér best að vera bara súper kurteis en ég vissi líka alveg að ekkert mundi koma mér frá þessari hraðasekt. Ég var eins kurteis og ég gat við löggurnar sem gáfu mér hraðasekt og þeir voru almennilegir á móti og slepptu því að sekta mig fyrir að vera ekki með ökuskírteinið á mér
Ég þakkaði þeim kærlega fyrir að sekta mig ekki meira en þegar ég var að fara stíga útúr bílnum ætlaði ég að fara að þakka fyrir mig en hætti snögglega við. Sagði við lögguna að maður þakki nú kannski ekki alveg fyrir stoppið en óskaði þeim góðs dags engu síður og fór mína leið.
En þó þetta sé í fyrsta sinn sem ég er stoppuð þá er þetta ekki fyrsta hraðasektin mín því ég hef tvisvar verið gripin af hraðamyndavél, reyndar var það bara með viku millibili og á leiðinni til/frá mömmu og pabba. Ég var gripin af myndavélunum í haust þannig ég er soldið farin að óttast það að missa prófið vegna punkta.
Ég skil samt ekki afhverju hraðin á þjóðveginum er ekki hækkaður smá yfir sumarið. Bara svona 100-110 væri æði.
XxX
Sleepless
Athugasemdir
bæ
maggi
MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 18:03
Gott hjá þér að vera kurteis og almennileg. Ég man að þegar ég var í löggunni sleppti maður því oft að skrifa skýrslu á þá sem komu fram við mann eins og fólk og voru ekki með neina stæla. Kannski að þú sleppir bara.
Helga Magnúsdóttir, 19.5.2008 kl. 22:11
HAHA ég á eftir að stríða þér, :)
Tarea, 21.5.2008 kl. 12:10
Innlitskvitt
Góða helgiLovísa , 24.5.2008 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.