Ég er ekki venjuleg!

Samfélagið ætlast til þess af okkur ollurm að við séum "eðlileg", "venjuleg". En hvað er til ráða þegar maður er það bara ekki og alveg sama hvað maður reynir þá passar maður ekki í það mót sem er ætlast til að maður passi í. Og það sem verra er ef maður reynir að koma því á framfæri að maður er ekki einsog flestir þá er það dregið í efa að maður segi sannleikann.

Það stakk mig rosalega í augun að sjá mikið af fólki hér á moggabloggi draga í efa sannleiksgildi heimildar þátts sem sýndur var á skjá einum um líf vændiskvenna í Englandi. Það er ekkert leyndarmál að ég styð lögleiðingu vændis og öll vitum við rökin með og á móti, ég ætla ekkert að fara útí það. En mig langar að segja frá einusinni í viðbót frá mínum ástæðum fyrir þvi að fara í stipp og gefa fólki aðeins meiri upplýsingar um mína reynslu og upplifun.Gefa ykkur betri innsýn í afhverju ég er einsog ég er og hversvegna ég passa ekki í neitt fyrirfram ákveðið mót.

Ég hef alltaf upplifað mig öðruvísi, allt frá því ég var barn hef ég verið viss um að ég sjái heiminn allt öðruvísi en  allir aðrir í kringum mig. Ég er alin upp af góðum foreldrum sem jú kannski á tímum voru heldur ströng frekar en eitthvað annað. Ég elska foreldra mína meira en allt einsog hefur komið fram í öðrum færslum. Og ég veit að foreldrar mínir elska mig jafn mikið til baka, en jafnvel þau hafa alltaf vitað að ég er ekki einsog fólk er flest.

Ég leiddist útí stripp og mér fannst það gefa mér mikið bakbein, kjark og þor til að mæta öllu sem blæs á móti mér og tækifæri til að vera sjálfri mér samkvæm án gagnrýni frá þeim sem ég umgekkst mest (sem því miður á þeim tíma voru ekki foreldrar mínir). Ég fann frelsi sem ég hafði aldrei upplifað áður og það fyllti mig af eldmóð sem mun fylgja mér alla ævi. Ein vinkona mín þakkaði mér einusinni fyrir að hafa boðið henni að koma að vinna með mér í eina kvöld stund, upplifði það sama og ég, við vorum frelsaðar frá steríó týpískri sýn á lífið. Lífið er ekki bara svart/hvítt, það er ekki bara til gott og illt, heldur er heimurinn í öllum regnbogans litum og það er til fólk sem er hvorki gott né vont, það bara er...

Ég tel mig vera eina af þeim manneskjum, hvorki vond né góð, ég bara er. Ég hef velt því mikið fyrir mér síðast liðið ár hvort ég sé góð eða ill. Hef jafnvel gengið svo lang að pæla í hvort ég sé góð manneskja sem geri vonda hluti eða vond manneskja sem geri góða hluti. Elskulegi maðurinn minn hefur reynt að sannfæra mig um að ég sé góð stelpa, vel upp alin og geri allt fyrir þá sem mér þykir vænt um og mundi ekki hika við að fórna mér fyrir góðan málstað. En þegar upp er staðið þá mundi ég hiklaust vaða yfir einhvern ef það mundi tryggja mér betri stað í lífinu, ég mundi ekki taka neina ánægju af því, en ég geri það sem ég get til að tryggja sjálfa mig og þá í kringum migágætis lífi.

Ég hef í sjálfu sér aldrei litið svo á að ég væri eittvað óeðlileg, enda er sagt að fólk sé jafn mismunandi og það  er margt. En hvað ef ég væri óeðlileg? Er þá ekkert pláss fyrir mig í ykkar heim? Má ég ekki vera partur af samfélaginu sem ég sé svo öðruvísi? Og ef þið viljið mig ekki í ykkar samfélagi hvar á ég þá að vera?

Ég lít svo á að það eru tvö samfélög á landinu, þetta sýnilega og það ósýnilega. Þetta löglega og það ólöglega. Og ef löglega samfélagið vill mig ekki........

Nýlega tók ég persónuleika próf hjá sálfræðingi og þar kom fram að ég væri frekar venjuleg en ætti tilhneigingu til að vera ögn andfélagsleg. Það er eitthvað sem ég ætla mér ekkert sérstaklega Ég hef bara eiga minn rétt til að vera til. Og já ég er stundum á skjön við samfélagið (og reyndar það eina sem þið hafið séð af mér er að ég sé bara á skjön við samfélagið en það er ekki alveg rétt mynd af mér) en ég meina ekkert illt ég vil alls ekki troða mínum siðgæðum uppá aðra vil bara fá að vera ég sama hversu skrítin ég er í ykkar augum. Ég er sterk og get tekið gagnrýni en ég þoli það illa að vera skikkuð til að fara eftir reglum sem eru settar af fólki sem ekki skilja mig eða taka tilliti til mín. 

Ég hef reynt í mörg ár að koma mínu sjónarmiði á framfæri, það eru ekki allir eins. Ég virði grundvallar reglur samfélagsins og geri engum öðrum illt. Ég reyni að hafa aðgát í nærveru sálar. 

Mig sveið sárt undan þegar ég var að vinna á Goldfinger þegar þangað mættu feminista félagið og mótmælu konu sem söluvöru. Ég skildi vel og sé enn þann dag í dag þeirra sjónarmið. Og enn þann dag í dag finnst mér þær hafa  einhliða sýn á málinu. Og þegar ég hef boðist til að tala og segja mína sög, einsog svo margar aðrar, þá er sagt að okkar rödd skipti ekki máli. Okkar sýn skiptir ekki máli. Ég hef aldrei viljað neitt meira en að vera partur af samfélagi en fæ hvergi inn því ég skipti ekki máli, ég er vond manneskja samfélagið hefur dæmt mig og ég tek út mína refsingu þar til ég dey, nema ég kunni að dulbúa mig. En mun þá samfélagið ekki alltaf sjá mig sem úlf í sauðagæru?Má ég ekki fá að vera lítið lamb sem villtist aðeins frá hjörðinni, kannski pínu svartur sauðu, sem fann mína leið til baka og er svo ánægð að finna hjörðina mína og fá að vera með aftur?

Og hver veit, kannski finn ég önnur lömb á leiðinni sem vilja vera með í hjörðinni? Og það sem meira er kannski finn ég lamb sem raunverulega er verið að ráðast á og ef ég er partur af hjörð get ég kallað á hjörðina til að ráðast gegn óréttlæti. Úlfar eru kannski hættulegir en ef við erum mörg lömb saman þá ráðum við við þá. En ég ein ræð ekki við úlf og get ekki kallað á hjálp ef ég tilheyri ekki hjörð eða er partur af hjörð sem vill ekki heyra í mér.

Ég er ekki venjuleg og hef fengið staðfestingu á því, staðfesting sem mig langar ekki að deila með ykkur því svo langt sem ég veit hefur samélagið ekki pláss fyrir fólk einsog mig. Og þið sem prumpuðuð á þáttin á skjá einum gerið ykkur grein fyrir að með því eruð þið að loka á fólk einsog mig og ég er langt í frá að vera ein. Við erum mörg þarna úti sem vilja bara gera gott vilja deila með ykkur því sem við sjáum að er að. Við erum mörg sem erum ekki "norm" en erum heldur ekki ill. En í stað þess að það sé einusinni hægt að taka okkar sögu til greina þá er prumpað á okkur af mikilli óvirðingu, við kölluð nöfnum og allt gert til að lítillækka okkur. Afhverju getum við ekki lifað saman og borið virðingu fyrir því að við séum ósammála? Afhverju getum við ekki unnið saman?

XxX

Sleepless

Prumpið sem ég tala um (sjá í svörum)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sleepless mín, það er enginn venjulegur. Einu sinni var verið að tala um hvernig venjulegt fólk væri og við sem að þeim umræðum stóðum vorum sammála um að við hefðum aldrei kynnst manneskju sem flokkaðist undir að vera algjörlega eðlileg. Ef við hefðum kynnst henni værum við eflaust búin að gleyma viðkomandi persónu þar sem hún væri svo leiðinleg og óathyglisverð.

Mér finnst nú ekki rétt hjá þér að setja stripp og vændi undir sama hatt. Mér finnst það ekki sambærilegt. Þekki stelpur sem hafa verið í strippinu, eina mjög vel sem mér þykir vænt um eins og hún væri dóttir mín. Hún hefur sagt mér ýmislegt um strippið og hvernig það hafi verið að vinna við það. Það sem hún hefur sagt er engan veginn sambærilegt við vændi. Ég dæmi því strippara alls ekki og þá ekki þig heldur.

Ef einhver þykist hafa efni á því að þykjast yfir þig eða aðra hafinn er það bara minnimáttarkennd og þú skalt bara sniðganga viðkomandi, hann á ekki skilið að þekkja þig. Það getur enginn gert svo öllum líki, ekki ég og ekki þú. Enginn.

Helga Magnúsdóttir, 28.7.2008 kl. 11:59

2 identicon

Fólk er bara þröngsýnt og það er bara þannig.  Ef hlutirnir passa ekki inn í þann kassa sem er norm fyrir þeim sjálfum þá er fólk sem gerir þannig hluti bara skilgreint geðveikt. En síðan er alltaf fólk inn á milli sem sér og hugsar út fyrir kassann.

Þetta voru mjög þröngsýnar og óspennandi umræður sem þú linkaðir á og já prump á þær til baka ;) 

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Tarea

SLEEPLESS FOR PRESIDENT!!!

Tarea, 12.8.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband