Hvenær á þá....

...Að bjóða stelpunum að ganga í stéttarfélag?

Ég hef talað um það áður og geri það aftur nú. EF fólk vill eftirlit með þessum bransa, hvar eru þá stéttarfélögin? Hvar er örrygislínan? Hvar er "vörður réttlætis" og "vinur hins vinnandi manns" eða kannski "konu" í þessu tilviki...

Ég spurðist einusinni fyrir í ónefndu stéttarfélagi afhverju strípandi konur fá ekki að vera í þeirra stéttarfélagi. Fékk svör á þá leið að þar sem það væri alltaf verið að reyna að koma í veg fyrir þessa starfsemi  væru þeir ekkert að leggja það sérstaklega á sig að eyða tíma í eitthvað sem er svo óvíst að verið hér áfram. Það eru 2 ár síðan..
.... Og kannski er ég ein um það en mér fannst ég alveg mega tilheyra stéttarfélagi þegar ég var að dansa fyrir um 5 árum síðan og finnt stéttarfélög vera búin að bíða full lengi eftir því hvort stripparar fái inní þeirra félög eða ekki!

Þannig hérna er áskorun til allra, látið þetta berast, skrifið jafnvel ykkar eigin ástæðu afhverju ykkur finnst að stripparar eiga að tilheyra stéttarfélagi því ég sé milljón mismunandi ástæður. Og það á ekki að skipta máli hvað fólki finnst um starfsemin eða nektardans sem slíkan.

Það ætti að vera alveg augljóst að ég vil fá stelpurnar mínar inní stéttarfélög því það finnst mér vera réttur hverrar manneskju sem er í atvinnu og borgar skatta.

Ég get ekki ímyndað mér afhverju fólk sem er á móti strippinu vilji ganga þvert á rétt stelpnanna sem vinna við það. Og ef fólk virkilega heldur að þeirra aðstæður séu svo ömurlegar og vilja að haft sé eftirlit með þeim og þeirra vinnu aðstöðu, þá hélt ég alltaf að stéttarfélög væru eimmitt í eftirliti með slíkt. 

Og ef fólk virkilega trúir að líf þeirra kvenna, sé svo ömurlegt hvernig er hægt að neita þeim um eitthvað sem eiga að vera sjálfsögð mannréttindi, að eiga stéttarfélag að...

 


mbl.is Goldfinger má bjóða upp á nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Innlittskvitt

MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 17:08

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mér finnst alveg sjálfsagt að dansararnir séu í stéttarfélagi. Hann Grétar á Óðali lét þær sem unnu hjá honum borga í lífeyrissjóð sem hann ávaxtaði mjög vel og áttu þær góða summu í sjóðnum þegar þær hættu.

Helga Magnúsdóttir, 14.9.2008 kl. 16:23

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Góður punkur.

Kristinn Theódórsson, 14.9.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband