Dagur 2 í nýrri trú. (Boðorðin 8)

Í dag á ég frí áðuren ég byrja í nýju vinnunni minni á morgun. Ég fór seint að sofa í nótt, vaknaði snemma af sjálfsdáðum og fann hve líf mitt er miklu betra eftir að ég tók trú. Lífið er svo gott að ég blogga annan dagin í röð, eitthvað sem hefur ekki komið fyrir lengi hjá mér.

Ég byrjaði daginn hjá mér á að fletta upp boðorðunum 8 eða einsog það heitir á frummálinu "The Eight "I'd Really Rather You Didn'ts"". Þessi boðorð fara yfir allt sem stendur mínu hjarta næst og gerir það að mínu mati á mjög skynsaman máta. Mig langar að fara yfir þessi atriði sem maður á helst ekki að gera og þó ég hafi tekið trú þýðir það ekki að það hafi hreinsað letina af mér og birti ég því það sem ekki má á upprunalegu tungumáli í þeirri von um að sem flestir skilji ensku. Eigin innskot eru skáletruð

 

The Eight "I'd Really Rather You Didn'ts"

  1. I'd really rather you didn't act like a sanctimonious holier-than-thou ass when describing my noodly goodness. If some people don't believe in me, that's okay. Really, I'm not that vain. Besides, this isn't about them so don't change the subject.
    Ég er þakklát mínum Guði fyrir að leyfa mér að vera ég og leyfa öðrum til að trúa á það sem þeir vilja. Í framtíðinni ef ég lendi í orða átökum við fólk annrrar trúar þá er fínu lagi fyrir mig að bakka og hætta að rífast því minn Guð veit hvað býr í mínu hjarta og vill greinilega forða mér frá átökum sem skipta kannski ekki máli þegar upp er staðið.

  2. I'd really rather you didn't use my existence as a means to oppress, subjugate, punish, eviscerate, and/or, you know, be mean to others. I don't require sacrifices, and purity is for drinking water, not people.
    Það veitir mér svo ómælda ánægju að það er hreinlega bannað að gera það sem ég tel vera toppurinn af illmensku og svo er það undirstrikað með að það sé bannað að vera bara vondur við aðra. Ég er líka þakklát fyrir að hann skilgreinir bara þessa eðal-illsku og segir við megum ekki vera vond við hvort annað því auðvitað eigum við sjálf að vita hvenær við erum vond við aðra og hvenær ekki. Það mun aldrei vera krafist af mér að fórna fjölskyldumeðlimi og ég þarf bara að leitast eftir því að vera góð manneskja frekar en syndlaus.

  3. I'd really rather you didn't judge people for the way they look, or how they dress, or the way they talk, or, well, just play nice, okay? Oh, and get this into your thick heads: woman = person. man = person. Samey = Samey. One is not better than the other, unless we're talking about fashion and I'm sorry, but I gave that to women and some guys who know the difference between teal and fuchsia.
    Öll erum við jöfn fyrir Fljúgandi Spaggettí Skrímslin , við erum öll nákvæmlega eins nema með einu smávægilegu fráviki, konur og hommar klæða sig betur. Og aftur er undirstrikað að við eigum að vera góð við hvert annað.

  4. I'd really rather you didn't indulge in conduct that offends yourself, or your willing, consenting partner of legal age AND mental maturity. As for anyone who might object, I think the expression is "go fuck yourself," unless they find that offensive in which case they can turn off the TV for once and go for a walk for a change.
    Þetta eru að mínu mati svona "common sense" reglur um gott kynlíf. Ég er þakklát mínum Guði fyrir að setja þetta svona skýrt fram.

  5. I'd really rather you didn't challenge the bigoted, mysogynistic, hateful ideas of others on an empty stomach. Eat, then go after the bitches.
    Minn Guð vill ekki að ég fari í orðaátök við þá sem eru illir á einn eða annan hátt á fastandi maga. Og enn undirstrikar hann hvaða hegun er honum eða neinum öðrum ekki bjóðand.

  6. I'd really rather you didn't build multi million-dollar synagogues / churches / temples / mosques / shrines to my noodly goodness when the money could be better spent (take your pick):
    1. Ending poverty
    2. Curing diseases
    3. Living in peace, loving with passion, and lowering the cost of cable
      I might be a complex-carbohydrate omniscient being, but I enjoy the simple things in life. I ought to know. I AM the creator.
      Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta vera mjög lýsandi fyrir hvað Hann er í raun góður og vill allt fyrir okkur gera.

  7. I'd really rather you didn't go around telling people I talk to you. You're not that interesting. Get over yourself. And I told you to love your fellow man, can't you take a hint?
    Mér þykir vænt um þetta boðorð útaf tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi þá erum við öll jöfn í hans augum, sama hvað. Og svo veit ég ekki hvort litli heilinn minn mundi lifa ef Guðleg vera/skrímsli talaði við mig.

  8. I'd really rather you didn't do unto others as you would have them do unto you if you are into, um, stuff that uses a lot of leather/lubricant/vaseline. If the other person is into it, however (pursuant to #4), then have at it, take pictures, and for the love of Mike, wear a CONDOM! Honestly, it's a piece of rubber. If I didn't want it to feel good when you did it I would have added spikes, or something.
    Hér undirstrikar Hans Heilagleiki að við eigum alltaf að vera góð við hvert annað og að nauðsyn sé að nota smokka. Hef aldrei skilið önnur trúarbrögð sem mæla mót notkunn smokka þar sem þeir bjarga mannslífum. Farin að hallast örlítið að því að aðrir Guðir vilji þegnum sínum illt, en hvað veit ég kannski var þessi regla sett á aðra þegar "guðir töluðu við útvalda menn"....

 Á þessum tímapunkti reikna ég með að fólk haldi að ég sé alveg að farast úr húmor en nú ætla ég að uplýsa ykkur um svolítið. Ég hef nú lengi kallað mig trúaða manneskju þó ég hafi ekki titlað mig kristna. Ég hef lengi kosið að trúa að biblían er rugl sem er skrifuð af mönnum en ekki Guði. En ég hef jafnframt kosið að trúa því að það sé til æðri máttur, eitthvað afl sem hvetur okkur áfram í góðverkum, heldur í höndina á okkur þegar okkur líður illa og gleðst með okkur þegar góðir tímar eru.
Allt sem að ég hef leitað að í trúarbragði kemur bara í formi Fljúgandi Spaggetti Skrímslis. Og ég veit það hljómar skringilegalega en það hefur færst yfir mig undarlegur friður, ég hef fundið það sem ég hef leitað að og ég get hlegið með mínum Nýja Guði.
Hið góða afl sem ég hef leitað að kemur fram í góðmennsku og húmor sem eru hlutir sem ég kann vel að meta, ásamt "common sense".

En nú ætla ég að halda áfram að kynnast nýju trúnni minni og hugsanlega matast í leiðinni.

 Spagetti

Sauced be you Soul
XxX
Sleepless

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýju trúna

Heil! Spaghetti skrímslinu

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 17:34

2 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Já til lukku með að hafa fundið trú, það þykir mjög spennó skilst mér.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 28.8.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: kiza

ALL HAIL ITS NOODLY APPENDAGE! ;)

 Elska spaghettískrímslið! Og þessi 'æ helst ekki'-orð meika meira sens en boðorðin tíu :)

-Jóna.

kiza, 7.9.2008 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband