Og enn um fyrirmyndir.

Jæja, í dag ætla ég ekki að tala um fyrirmyndir fengnar úr sjónvarpinu eða bókum. Í dag ætla ég að líta á þær tvær manneskjur sem eru mínar raunverulegu fyrirmyndir, sem ég tala reglulega við, sem gefa mér ráð þegar mig vantar. Tvær manneskjur sem ég gæti ekki lifað án...

Auðvitað er ég að tala um foreldra mína, Elsku Mamma mín og Pabbi.

 Ég ætla að byrja á Pabba mínum.

Þegar ég var lítil var ég agaleg Pabbastelpa. Fyrir mér var enginn sterkari, vitrari og skemmtilegri (eitthvað sem mér fannst kannski ekki alveg á gelgjunni en það var líka bara ég í uppreisn). Og hann Pabbi  minn má eiga það að hann hefur alltaf hugsað vel um mig. Einsog ég minntist á í gær þá voru mín fyrstu 5 ár af minni ævi í Englandi og var það partur af fyrirtækja rekstri Pabba míns. En vegna veru minnar í Englandi þá kom ég til baka lesandi, skrifandi og talandi tvö tungumál aðeins 5 ára gömul (fór 4 ára í forskóla úti). Reyndar á þessum tíma úti höfðu foreldrar mínir áhyggjur af því að ég væri meira ensk en íslensk, þær áhyggjur kviknuðu þegar þau komu að mér að leika mér á ensku. Þau gerðu sér grein fyrir því að fyrst ég lék mér á ensku hugsaði ég sennilegast á ensku og gripu þau til þess ráðs að gefa mér helling af íslenskum strumpaspólum og innan skamms var alma litla farin að strumpa allt sem hún gerði W00t

En vegna þess að ég talaði líka enskuna en var bara með barnalegan skilning á hlutum tók hann elsku Pabbi minn það að sér að útskýra allskonar texta, lög og bíómyndir fyrir mér. Þolinmæðin sem hann sýndi mér er eitthvað sem ég get seint launað honum og þessar minningar eru margar hverjar fastar í mínu minni, minn fjársjóður Kissing

Ég man alltaf þegar hann útskýrði fyrir mér afhverju Janis Joplin var að biðja Guð um nýjan bíl, litasjónvarp og fleiri asnalega hluti í "Mercades benz". Það hafði stór áhrif á mig sem barn, þessi texti og meiningin á bak við hann. Og allur fróðleikurinn sem Pabbi minn sagði mér um hina ýmsu tónlista menn er eitthvað sem mér fannst æðislegt, fannst strax að það var talað við mig sem vitiborna manneskju, þó ég væri smábarn fannst mér vera komið fram við mig sem jafningja. Hann talaði aldrei niður til mín þegar við vorum í slíkum samræðum og það var mér alltaf óskaplega mikils virði.

En svo horfði ég líka mikið á bíómyndir með Pabba mínum, spurði mikið afhverju þessi var að gera þettað og svona, því þó ég skildi málið skildi ég oft ekki samhengið. Og þó að það sé fyndið þá man ég alltaf eftir að við vorum hérna á Íslandi og það var sagt í einhverri mynd "the shit has hit the fan". Pabbi minn spurði hvort ég skildi það og ég svaraði honum "Skíturinn hefur farið á aðdáenduna (????)" Þar sem ég þekkti bara fan sem áðdáanda skildi ég samhengið rosalega illa, en ég gat treyst á hann elsku Pabba til útskýra fyrir mér án þess að þurfa að skammast mín fyrir mitt barnslega skilningsleysi.

Enn þann dag í dag treysti ég engum betur til að útskýra hluti sem ég skil illa. Ekki fyrir það löngu gaf prentstofa hér á landi út dagbók sem voru sendar til ýmissa aðilla, umræddar dagbækur innhéldu slatta af málsháttum sem voru frekar niðrandi um kvennmenn. Ég, á þeim tíma vel lituð af fordómum gagnvart Feministafélagi Íslands, hringi í pabba minn og spyr hvað honum finnist um þessar frekjur að gera atlögu að einhverju sem er partur af okkar menningu, einhverju sem ber að taka í gríni. Pabbi minn svaraði mér af þeirri reynslu sem hann býr yfir sem atvinnurekandi, faðir tveggja stelpna, eiginmaður frábærrar konu og manni sem þykir afskaplega vænt um okkur konurnar (eitthvað sem ég vissi ekki fyrir, en þarna sagði pabbi minn mér beinlínis að hann væri feminist og í gegnum árin hefur hann alltaf stutt tryggilega við bakið á þeim konum sem unnið hafa fyrir hann). Pabbi minn sagði mér að þessar dagbækur mundu nú flestar enda inná skrifborðum hjá "jakkafötunum" og að mikið af þessum "jakkafötum" eru í ósýnilegum og nánast óáreittum karlaklúbb sem vilja ekki sjá konur í stjórnendastöðum, sem vilja halda konunum sem lengst niðri eins lengi og hægt er. Hvort mér findist það við hæfi að svona málsháttar séu á borðum svona manna?

Skyndilega leið mér kjánalega og áttaði mig á að mín viðbrögð voru aðallega lituð af fordómum gagnvart Femís. Og þegar ég settist niður og hugsaði málið yfir, þá hefði okkur öllum blöskrað soldið ef orðið "negri" eða "hommi" hefði birts í stað "konu". Þá hefði nú verið argað um meiriháttar fordóma, en við konur eigum bara að sætta okkur við þessa fordóma GetLost

Ég vil þakka þér elsku Pabbi minn, fyrir að vera til og að hafa kennt mér á þinn hátt að nota heilan og rökhugsun af sömu snilld og þú gerir, fyrir að hvetja mig alltaf til að vera sjálfri mér samkvæm og að getað verið sammála um að vera ósammála mér stundumKissing

 En nú er komið að henni elsku Mömmu minni.

Sumir mundu hugsanlega líta svo á að Pabbi minn sé soldið merkur maður, stjórnar eigin fyrirtæki, miklll ræðu maður og orða snillingur og allt þar fram eftir á móti því að Mamma mín var "bara heimavinnandi húsmóðir". Þeir aðillar geta átt sig, svo fordómafullir að þeir eru ófærir um að sjá hveru merkileg Mamma mín er og hve hennar vinna skipti jafn miklu máli og ef ekki meira en vinna Pabba míns. Jú jú, vissulega var það Pabbi sem kom með peninginn, en engin stoppar og spáir í því að hvernig hefði það dæmi gengið upp ef engin Mamma hefði verið og Pabbi að hugsa líka um 3 krakka. Þökk sé Mömmu minni fyrir að Pabba mínum hefur alltaf gegnið jafn vel því hann átti hana að. Og það er ekkert á færi hvers sem er að sinna því mjög svo áeigingjarna starfi sem mamma mín sinnti í yfir 30 ár sem húsmóðir. 

Elsku Mamma mín, við hin í fjölskyldunni getum aldrei þakkað þér nóg fyrir að hafa alltaf verið til staðar, allan yndislega matinn og góðgætið sem þú hefur alltaf borið fram, allt sem þú kenndir okkur og þín óendanlega þolinmæði fyrir okkur "villingunum" og vinnutengdum ferðum Pabba. Þú hefur alltaf verið til staðar, ALLTAF. Manneskjan sem ég treysti mest á og mitt líf hefði orðið afskaplega innantómt án þín, jafnvel þó ég eigi svona frábæran Pabba.

Þú kenndir mér að meta kvennleika, fegurð og styrk okkar kvenna. Og mér finnst við hæfi að minnast á það, þar sem tímabil fegurðasamkeppna er í gangi, að þó þú Elsku Mamma mín fallir ekki undir staðalímynd í fegurð þá hefurðu alltaf verið fallegasta kona í heimi í mínum augum. Þú ert með fallegri og kvennlegri línur en nokkur fegurðardrottning og ég hef alltaf óskað mér að vera jafn falleg og þú, að innan og utan. (hér stoppa ég og þurrka nokkur tár á vanga mínum)

Já, ég er heppin að eiga svona fullkomna foreldra, en ég er líka svo heppin að foreldrar mínir hafa myndað eitthvað besta teymi sem til er. Þau vinna svo fullkomlega saman og eru svo sannarlega sálufélagar. Að alast uppá heimili þar sem ástin þeirra skein alltaf, að upplifa svona fullkoma heild er eitthvað sem ekki margir fá á sinni ævi.

Elsu Mamma og Pabbi, ég veit að ég hef verið erfið í gegnum tíðina en ég elska ykkur svo mikið að orð fá því ekki lýst. Þið eruð bæði manneskur sem mig langar að vera. Öll ykkar viska, öll ykkar ást er eitthvað sem ég vona að ég get sjálf miðlað til eigin barna þegar þar að kemur.Halo

Og ég vona að sem flestir lesi þettað hjá mér og fari til foreldra/barna sinna og láti þau vita hvað þau eru elskuð, því það er eitthvað sem maður getur ekki sagt þeim of oft.Heart

Takk fyrir mig

Alma 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

vá hvað þetta var fallegur pistill og foreldrar þínir mega sko vera stoltir, sem þau eru no doubt

það eru svo margir punktar í greininni sem mér finnast aðdáunarverðir Alma, ég veit eiginlega ekki hvar ég ætti að byrja að telja þá upp en kannski þetta sem þú segir um heimavinnandi húsmæðurnar, það fannst mér MJÖG gott. 

halkatla, 12.4.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband