Er ég sú eina sem sé hræsni landanns?

Þegar ég sé svona frétt utan úr heim,  þá vaknar upp gífurleg ógleði og reyndar svolítið þakklæti fyrir það að hafa þau forréttindi að vera Íslensk en ekki íslömsk. En þakklætið dugir skammt.

Hér á landi er ekki verið að vinna neitt marktækt gegn kynferðislegu ofbeldi nema sá háværi minnihluti sem heldur því framm að strippdans sé einhverskonarmynd af því. Mér líður stundum einsog heildarsamfélagið hér á landi sé einsog að vera í gaggó, að stelpurnar sem strákarnir ganga slefandi eftir eru illa liðnar af þeim stelpum sem ekki fá slíka athygli. Það ríkir lítil samstaða á milli kvenna hér á landi og þær sem standa saman sparka í hinar og reyna helst að ná höggi á meðan hinar liggja niðri.

Og á meðan það er verið að reyna að koma höggi á hver aðra sitja  karlar og hlægja að okkur (eða það finnst mér).

Mér finnst það vera hræðileg að konur geti ekki staðið saman og barist gegn raunverulegu kynferðisofbeldi. Afhverju eru konu ekki að marsera saman niður laugaveg einusinni í mánuði eða jafnvel eftir hvert skipti sem alltof lítill dómur er felldur í kynferðisofbelda málum? Afhverju stöndum við ekki saman um raunverulegt ofbeld gegn okkur sem einnig viðgengst í réttarkerfinu okkar?

En nei, ofan á þetta allt saman þarf ákveðinn hópur kvenna að sæta andlegu ofbeldi sjálftitlaðra feminista og Feministahreyfinga og það þykir bara hið besta mál. Ég hugsa til baka þegar ég var að vinna á Goldfinger, í gamladaga, þegar feministahreyfinginn mætti þar fyrir utan og var að mótmæla okkur stelpunum, sögðu óbeint að við vissum ekki hvað við værum að gera og við værum beittar kynferðisofbeldi, við værum þarna nauðugar og ég man ekki hvað. Þegar ég á svipuðum tíma fór útí þetta starf því ég taldi mig vera að nýta minn feminíska rétt til að gera það sem ég vildi.

En þrátt fyrir það andlega ofbeldi sem ég tel mig og miklu fleiri kvennmenn hafa orðið fyrir, óska ég þess ekkert meir í þessu lífi en að konur á Íslandi standi saman þó að þeim líki ekki atvinna hvors annars. Að konur geti barist gegn kynferðisofbeldi saman en ekki úr sitthvoru horninu. 

Og ég veit að sem þjóð erum við lítil en við höfum sýnt það og sannað að ef við tökum höndum saman þá getum við breytt heiminum, sjáið sjálfstæði Litháen og hversu þakklátir þeir eru okkur enn í dag.

Þannig mín beiðni í dag er svona:

Konur, stöndum saman gegn raunverulegu kynferðisofbeldi, sameinaðar getum veið breytt heiminum!

Hjálpum þeim sem þurfa á hjálpinni að halda og leyfið þeim konum sem kjósa sína vinnu sjálfar að sinna því starfi, þó það sé eitthvað sem þið eruð á móti. Reynum að hjálpa þar sem neyðin er mest og neyðin er sko ekki mest þar sem konur fækka fötum af frjálsum vilja, heldur þar sem þær hafa verið sviptar sínum vilja.

Sendum saman þau skilaboð útí heim að að Íslenskar konur líða ekki ofbeldi og fresissviptingu kynsystra okkar!


mbl.is Átta ára stúlku veittur lögskilnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Vá.

Ég held að ég elski þig!!!


 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 16.4.2008 kl. 10:42

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið var að loks kom rödd konu sem þekkir betur til en margir aðrir.  Þetta er einmitt það sem ég hef verð að reyna að segja.  Það verður að virða konur og ákvarðanir þeirra, við eigum ekki að dæma aðrar konur fyrir það líf sem þær velja sér.  Sammála því að við þurfum að snúa bökum saman og hrinda burtu fordómum sem svo margar konur eru haldnar, og fara að vinna saman gegn hinu raunverulega ofbeldi og nauðgunum og öllum pakkanum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2008 kl. 10:50

3 Smámynd: Sleepless

Elsku Einar minn, einusinni samdirðu lag um mig og ekki var það ástarljóð en ekki hefur það breytt því að þú átt þinn stað í mínu hjarta

Ásthildur mín, það er gaman að sjá konur sem eru öruggar með sinn stað í lífinu og láta ekki hræðslu/fordóma á sig fá og berjast gegn þeim sem og örðum brotum á frelsi manna (og kvenna)

En mig langar að benda ykkur báðum á Pro-Sex hreyfinguna sem ég og tvö í viðbót stofnuðum, nú ætlum við að sækja í okkur veðrið og vantar gott fólk með

Sleepless, 16.4.2008 kl. 11:14

4 identicon

Sleepless þú ert yndi...

Alltaf gaman að lesa þínar hugleiðingar og vangavelltur. 

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 11:17

5 identicon

Fínn pistil hjá þér en ég er ekki alveg sammála þér. Enda þurfum við ekkert að vera það

Mér finnst að þrátt fyrir að konur fækki fötum hér á landi fyrir greiðslu.  Þá finnst mér karlmenn ekki bera meiri virðingu fyrir konum yfir höfuð. Mér finnst EKKI hjálpa til í kynjabaráttunni að einhverjar kynsystur mínar séu innfluttar frá Lettlandi og séu að dansa hjá Geira ásamt örfáum stúlkum frá Íslandi..hvernig getur það hjálpa lítilli stúlku í Jemen sem er neidd í hjónaband?? Ég vill að við stöndum saman gegn kynferðisofbeldi en ég get ekki sé það að við konur þurfum að líða strippdans til þess Mér finnst fólgið visst kynferðisofbeldi og kúgun í því að dansa ber fyrir framan marga kalla og þiggja fé fyrir, get ekki að því gert.

Helga Finnsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 11:33

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Sniðugt grínblogg hjá þér. Alterego hvers ert þú?

Ég hef hins vegar oft rekið mig á að fólk skilur ekki grín og kannski halda einhverjir að þér sé alvara. En það er nú kannski bara sniðugt líka.

Ég skrifaði reyndar blogg um þetta, sjá hérna Kerfisbundin kvennakúgun sem byrjar á barnamisþyrmingum

þar sem ég bendi einmitt á hvernig samfélag okkar styður  við kvennakúgun í nafni frelsis. Ég bendi líka á að það er sumt sameiginlegt með örlögum stelpunnar í jemen og Thelmu sem sagði sögu sína í bókinni "Myndin af pabba". 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 16.4.2008 kl. 11:33

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góður pistill

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.4.2008 kl. 11:34

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"....get ekki sé það að við konur þurfum að líða strippdans til þess Mér finnst fólgið visst kynferðisofbeldi og kúgun í því að dansa ber fyrir framan marga kalla og þiggja fé fyrir..."

þessu er ég ósammála Helga. Að líða strippdans er bara ekki á þinni könnu og að þyggja ekki fé fyrir stripdans er þá í lagi?

Og Salvör,´Sleepless er ekki að grínast. Hún hefur bara heilbrigða skoðun á málunum. Það mælir engin með kúgun eða nauðungarvinnu, hvorki á þessu sviði né öðru. Fólk má ekki dæma stripdans út frá þeirri forsendu, ekki frekar en aðra vinnu

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.4.2008 kl. 11:42

9 Smámynd: Sleepless

Helga: Takk fyrir að vera sammála um að vera ósammála, sjaldan sem ég mæti því viðmóti, yfileitt er ég talin vera óæskilegur partur af samfélaginu eða fólk heldur að ég sé að grínast.

Ég get skilið þín sjónarmið um að þér finnist þetta vera kúgun og ofbeldi en það sem ég er að reyna að benda á að ef það á að berjast gegn kynferðisofbeldi er forgangsröðunin soldið hallærisleg. Byrjað á því að "bjarga" þeim konum sem ekki vilja láta bjarga sér og þeir/þær sem þurfa á hjálpinni að halda sitja eftir og meðan þessi klofningur kvenna skiptast á að sparka í hvor aðra. Getum við ekki staðið saman og hjálpað þeim sem þurfa hjálp í stað þess að vera aðhlátursefni hjá karlmönnum og alþjóð?

Salvör: Ég veit ekki hvar þú færð þá flugu í hausinn að ég sé að grínast, hvergi set ég inn broskall eða neitt sem bendir til þess að þetta sé grín og finnst mér það segja meira um þig og þina fordóma gagnvart "fólki einsog mér". Okkur ber ekki að taka alvarlega, við erum bara djók. Og nei veistu, ég ætla ekki að hafa fyrir því að lesa þína færlsu né gefa þér svar aftur þar sem þú vilt ekki taka mér einsog ég er. Nenni ekki að reyna tala við fólk sem reynir ekki einusinni að skilja hvað ég hef að segja.... 

Gunnar: Takk fyrir. 

Sleepless, 16.4.2008 kl. 11:57

10 Smámynd: Sleepless

Helga, svo datt mér eitt í hug sem þú átt kannsaki erfitt með að trúa en ég ætla að setja það fram engu síður. Stripp er atvinna sem er sko aldeilis ekki fyrir hvern sem er, rétt einog hvaða önnur vinna. Og rétt einsog hvaða önnur vinna ef þú hefur ekki andlegan/líkamlegan styrk þá gæti þessi vinna skaðað þig.

En fyriri "fólk einsog mig" er þetta bara einsog hver önnur vinna. Ég mæti í vinnunna sýni hold en hleypi engum inná mitt persónulega svæði þegar í öðrum vinnum þarf þú að vera persónulega en ekki sýna hold.

En, og taktu nú eftir, stripp gaf mér eitthvað sem ég hefði hvergi lært annarstaðar og eitthvað sem ég get illa lýst nema að það frelsaði mig frá steríótýpisku lífi, gaf mér kraft til að mæta hverslags mótlægi sem mér mætir í lífinu og þor til að vera ég sjálf sama hvort fólk sættir sig við það eða ekki. Ég hef rétt á að vera ég í sama hvað mynd ég kýs svo lengi sem ég skaða ekki aðra og engann hef ég skaðað á minni lífsleið með minni (fyrrum)atvinnu.

Ég er afskaplega uppreisnargjörn í eðli og mun alltaf vera það. Einnig mun ég berjast til síðasta blóðdropa fyrir mínum tilvistarrétt. Og þó svo ég sé hætt að strippa í dag verð ég alltaf þekkt sem "stripparinn" og mun berjast fyrir því svo lengi sem ég dreg andann!

En enn og aftur vil ég þakka þér fyrir að vera ósammála mér og geta svarað mér án þess að vera ókurteis (sem flestum og þá sérstaklega kvennmönnum finnst vera sjálfsagt) í minn garð. Ég er bara að reyna að gefa þér innsýn inní þetta frá minni hlið og mína upplifun án þess þó að ætlast til að þú eða nokkur annar skilji eða sé sammála.....

En hinsvegar finnst mér ég geta gert þá kröfu um að ef fólk vill vera tekið alvarlega þá skuli það taka mig alvarlega, en þeim orðum er beint til allra annarra en þín, Helga. 

Sleepless, 16.4.2008 kl. 12:46

11 identicon

Mér sýnist Salvör hafa einhvern brenglaðann húmor ef þetta er bara grínblogg. Þetta viðhorf er svo óþolandi ef þú ert ekki sammála mér ert þú annað hvort hálfviti, ja eða bara að grínast!

Það er erfitt að vinna með fólki sem tekur mann ekki alvarlega og við í Pro-sex erum að meina það sem við segjum. Við vijum berjast gegn kynferðisofbeldi og stuðla að kynfrelsi og kynmenntun þjóðarinnar.

Og það er allt í lagi að vera ekki sammála öllu sem við stöndum fyrir en að taka því þá sem að við erum bara grínbloggarar er annað mál.

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 12:54

12 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Salvör, ég var að fatta hvaða manneskja þetta er og hún er heiðarleg og ekki 'alter ego' neins, heldur manneskja sem hefur reynslu úr þessum bransa og ýmislegt um málið að segja, en ef þú værir ekki haldin slíkri laumukvenfyrirlitningu sem þið tréhestarnir hafið, uppfull af þeirri kreddu að það séu ekki til sjálfstætt þenkjandi konur sem eru ósammála ykkur, þá væriru varla eins fræg fyrir að rugga í sama hugsanafarinu eins og þú gerir hér.

Hér gefur að líta blogg frá sjálfstætt þenkjandi, ungri, fallegri konu sem hefur upplifað þennan bransa sjálf frá eigin reynslu, en þú þykist vita allra best um þennan heim sem þú þekkir bara af ytra byrgði og fordómum. Bulli sem þú færð uppúr bókum Andreu Dworkin og annara górilla sem móðguðust einhverntíman þegar einhver bauð þeim peninga fyrir að fara EKKI úr fötunum.

Ef ég léti fréttast að ég væri jafn einstrengingslegur, þröngsýnn, naíve og jafnframt dónalegur í samskiptum mínum á vefnum þá væru þú og þínar stöllur ekki lengi að kalla mig hrokapung.

Ég held að tími sé kominn fyrir haftafeminista og aðra aðdáendur þess að fela konur í búrkhum á að skammast sín og viðurkenna tilvist og sjálfstæða hugsun annara. 

Sleepless, erum við ekki að tala um þarna fyrir 10-11 árum síðan?
Ef svo er þá elska ég þig barasta samt, þó ég sé ekki ástfanginn af þér, enda var ég nógu sár til þess að semja þetta lag...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 16.4.2008 kl. 13:51

13 identicon

Takk fyrir hlý orð í minn garð og ég er bara nokkuð sammála þessum orðum þínum

"en það sem ég er að reyna að benda á að ef það á að berjast gegn kynferðisofbeldi er forgangsröðunin soldið hallærisleg"

kannski höfum við hafist handa á vitlausum enda en.. einhverstaðar verður maður að byrja og hvar er annars staðar betra að byrja að "taka til" en í bakgarðinum heima.. 

og með þeim orðum er ég ekki að setja neitt útá þær konur sem velja það að dansa heldur það, að þar sem er eftirspurn er framboð.. 

Þannig að við þurfum að ala drengina okkar upp með það að leiðarljósi að allar mannverur séu jafnar og við borgum ekki fyrir að sjá konur klæða sig úr fötunum, fyrir kynlíf eða til að eignast konur- konur eru ekki til sölu á einn eða annan hátt.

Ég sjálf elska athygli og finnst fátt eins skemmtilegt að dansa með eða án fata fyrir mína vini en ég geri það ekki nema þegar sá gálin er á mér og ég fæ ekki greitt fyrir það. Þannig að ég skil hvað þú ert að segja með sjálfsálitið. Við konur erum notla með fallegan líkama og það á ekki að hyljan með einhverjum búrkhum eins og einn minnist á hér að ofan.

Elsku fólk ekki misskilja mig en mér finnst bara þegar "þriðji" aðilinn er komin í spilið að hann sé að hagnast á konunni þá er það MJÖG rangt. 

Það er nátturlega endalaust hægt að ræða þetta og við komust líklegast aldrei á niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. En vá ég er alveg komin í hringi set staðar numið hér, ég þarf að hugsa þetta betur

p.s frábært framtak hjá þér að skrifa um þetta, finnst mjög gaman að heyra frá þér, því þú hefur jú reynsluna og veist hvað þú ert að tala um og ég efa að þú færir að tala vel um strippdans ef þú vildir ekki að aðrar kynsystur þínar færu sömu leið og þú. Þannig að þar sem gerist innan veggja strippstaða hlýtur að vera í lagi

Helga Finnsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 14:57

14 Smámynd: Sleepless

Elsku Einar, jú mikið rétt passar 10-11 ár síðan, soldið creepy að sjá samt fyrir 10-11 árum síðan og ég hafði ekki spáð í því að SVO langt væri liðið. En ég vissi líka að þú mundir fatta hver væri hér á ferð.  Og takk kærlega fyrir falleg orð í minn garð, þú færð sko feitt knús og stóran koss næst þegar við hittumst. Og aldrei að vita, kannski geri ég sérferð á tónleika hjá þér til að gefa þér veigarnar

Sleepless, 16.4.2008 kl. 17:04

15 identicon

Ég verð að segja að þú ert alvöru manneskja :). Þú ert mjög málefnaleg og greinilega talar frá hjartanu. Frábært að lesa svona alvöru blogg

Arnar Ingi Bragason (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 17:06

16 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Dálítið mótsagnakenndar umræður, því ég get ekki séð hvaða máli skiptir, hvaðan gott kemur.  Er ánægð með þá athygli sem margir feministar hafa vakið á vondum aðbúnaði og launakjörum erlendra stúlkna í strippi. Og allar íslenskar konur í strippi hafa fullan rétt til að svara fyrir sig og sína atvinnu með kjafti og klóm, og engum hefur liðist að banna þeim það.  Svo af hverju eruð þið á móti feministum, sem mér virðast aðallega hafa reynt að aðstoða erlendar stúlkur sem lent hafa í "mansali" og /eða vondum aðbúnaði?  Er ekki feminist sjálf, svo ég þekki minnst til þar, nema það sem þær hafa gert og birst hefur í fjölmiðlum.

  Hafa feministar ráðist að íslenskum konum sérstaklega fyrir stripp??  Spyr sá sem ekki veit, því þá hefur það alveg fari fram hjá mér.

Sigríður Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 17:15

17 identicon

Sleepless: Að leggja að jöfnu stöðu kvenna í okkar samfélagi og í íslömskum löndum er eins og blaut tuska í andlitið á konum sem þurfa að lifa þar, þettta er ekkert samanburðarhæft.

Arngrímur (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 17:39

18 Smámynd: halkatla

vel skrifað hjá þér að vanda  

halkatla, 16.4.2008 kl. 17:50

19 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vel skrifað og skilvirkt blogg. Ég svara þér eiginlega á blogginu hennar Ásthildar, þú ættir kannski að kíkja á það.

Helga Magnúsdóttir, 16.4.2008 kl. 18:10

20 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Fyrsta skiptið sem ég lés þitt blogg.'Ahugavert að heira í Öðrum ,er orðin hundleið að lesa Moralblogg.Við erum 20008 með öllu sem gerist svo þarf maður að lesa fullt af vittleisu ,rum verri en Americanarsem eru skelfilegir ippocritar,svo compliment fyrir þín skrif.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 20:41

21 Smámynd: Sævar Einarsson

Þú getur alveg gleymt því að fá málefnalegt svar til baka frá Salvör hún minnir mig stundum á tréhest og þú mátt bóka það að það er haugur af fólki sem er ekki með sömu skoðanir og Salvör á strippi sem les þessa snilldar færslu hjá þér og þorir ekki að skrifa athugasemd afþví það er hrætt um að vera lagt í einelti af ofurbloggurum þessa lands, sem ég er búinn að fá nettan viðbjóð á. Sá hópur talar um náungakærleik og fleira í þeim dúr og rakkar svo niður fólk með svívirðingum ef það er ekki sammála því.

Sævar Einarsson, 16.4.2008 kl. 21:16

22 Smámynd: Sleepless

Sigríður: Þú sagði að aðbúnaður kvenna sem vinna á strippstöðum hér á landir hafi verið heldur hrörlegur og launin vond, þá langar mig að segja að það er svo mikil vitleysa að hálfa væri meira en hellingur. Og reyndar er það þannig að ég fór uppí stéttarfélag fyrir c.a. ári síðan og spurðist fyrir um afhverju stripparar  væru ekki undir þeirra verndarvæng, rétt einsog allir aðrir sem vinna á skemmtistöðum...

Ég man ekki alveg orðrétt svarið en það var í þá átt að þar sem samfélagið væri alltaf að reyna að banna þetta þá sáu þeir ekki ástæðu til þess að hleypa þeim í stéttarfélag. Mér var eiginlega sagt af stéttarfélaginu  að þar sem svo margir telja okkur vera óæskileg þá gera þau það líka, sjá ekki tilgang í að tryggja okkar rétt. Þannig ég spyr á móti, hver er það raunverulega sem er að bjóða uppá þessar vondu vinnuaðstöðu? Og EF það er verið að brjóta á rétti strippar, hví eiga þær í engin hús að vernda?

Og bara til gamans, þá hékk miði með númeri amnesty international inná mörgum stöðum sem ég vann á....

Arngrímur: Hvar í ósköpunum jafna ég stöðu kvenna hér á Íslandi  og í Íslömskum löndum?

Anna Karen: Takk fyrir, takk fyrir, takk fyrir ástin mín. Ég þarf að viðurkenna eitt fyrir þér. Þegar það kemur að bloggi, þá ert þú gyðjan og mín fyrirmynd, manneskjan sem ég eiginlega lít upp til í þeim málum. Og rétt einsog Einar  muntu alltaf eiga þinn stað í mínu hjarta

 Helga M: Já ég las svarið þitt og já veistu ég get nefnt 100 fallegar ástarsögur sem þar sem útlenskur strippari er hamingjusamlega gift íslenskum karlmanni. Og þar fyrir utan eignaðist ég mikið af mínum traustustu og bestustu vinum í þessum bransa, gildir einu hvort það voru stelpur eða strákar, barþjónar, stripparar, dyraverðir eða yfirmenn. En þetta er svona dæmi þar sem fólk sér ekki skóginn fyrir trjánum, það vill bara horfa á það neikvæða, sama hvort það sé satt og rétt eða ekki...

 Sigurbjörg: takk fyrir complimentið. Og ég verð að segja sem svona rokkara stelpa sem dýrkar Hello Kitty, Shit hvað þetta er flottur avatar hjá þér!!!! Stel honum kannski til nota annarstaðar, ef þú leyfir...?

Sævarinn: Ég er fyrir Löngu búin að átta mig á hverslags þurs Salvör er. Þar sem ég er einnig stjórnandi inná huga þekki ég vel til þursaháttar en yfirleitt kemur slíkur þursaskapur frá gelgjum...  En þakka kærlega fyrir hrósið.

Og síðast en ekki síst þá hef ég eitt í viðbót að segja við "húmoristann" og þursinn Salvör: Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekkert hvað þú varst að tala um þegar þú sagðir "alterego", ekki fyrr en Einar setti inn Alter Ego. Ég er ekki Alter Ego eins eða neins. Ég hef skrifað undir þessu nafni í meira en 8 ár núna og hef sagt það að ég sé heiðarlegri í mínum skrifum en ég er raunverulega. Í mínum skrifum hef ég getað sagt það sem mig langar að segja án þess að ég eða fólkið í kringum mig þurfi að sæta fordómum frá fólki einsog þér. Ég kem til dyranna einsog ég er klædd en einhvernvegin grunar mig að það sem þú setur útúr þér hér á netinu mundirðu ekki segja við neinn ef hann stæði á móti þér. 

Sleepless, 17.4.2008 kl. 02:12

23 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Sleepless, ég vildi gjarnan hitta þig yfir kaffibolla, (sjá blogg Ásthildar) ég hygg að við séum þrátt fyrir allt, sammála um fleira en ósammála og get ímyndað mér að þú sért skemmtileg og viðræðugóð.

Eins og ég hef áður sagt er ég ekki sannfærð um að við sem teljum að nektardans hjálpi okkur ekki í átt til jafnréttis, vinni frekar gegn því, séum að vinna jafnréttisbaráttunni tjón eða séum teprur.  Ég hef hingað til litið svo á að nektardans og þess háttar sé hluti af stærri bransa, bransa sem gerir konur að söluvöru.  Það er skoðun margra að það skekki jafnréttisvitund fólks.  Sá sem kaupir lítur oftast ekki á söluvöruna sem jafningja sinn.  Nektardans er bara ein birtingarmynd af þessu sem við teljum að tefji fyrir jafnréttishugsun.

Meining mín var ekki að tala niður til þín eða annarra nektardansara og þykir mér miður að þú hafir tekið því þannig.  En ég þekki vel hina hliðina sem femínisti finnst mér einmitt oft að fólk tali og skrifi niður til mín, og geri mér upp skoðanir og viðhorf.

bestu kveðjur

Hr. Matthildur 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 17.4.2008 kl. 10:22

24 Smámynd: Sleepless

Elsku Matthildur mín, ef mér hefði fundist á einhverjum tímapunkti þú talað niður til mín hefði ég ekki viljað fá mér kaffi með þér

Þetta virkaði soldið á mig einsog að þú værir að segja að þú hefur aldrei fengið staðfest það sem þú settir fram og ég bauðst til að segja mína hlið.

Sleepless, 17.4.2008 kl. 11:05

25 Smámynd: Sleepless


Matthildur, er þetta líka msn-ið þitt á síðunni þinni eða bara e-mail?

Sleepless, 17.4.2008 kl. 11:13

26 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Þetta er tölvupósturinn minn sendu mér línu og ég skal gefa þér upp msn-ið mitt. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 17.4.2008 kl. 14:44

27 Smámynd: kiza

hey vá! Hvaðan komst þú?  Frábær færsla, og ég segi þetta án nokkurs vottar af kaldhæðni; löngu tími til kominn að fá sex-positive-feminismann inná moggabloggið !

Stend heilshugar með þér og býð fram krafta mína í að skipuleggja mótmælagöngur, umræður etc.

Ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að við þekkjumst kannski eitthvað...aðallega þar sem þú virðist þekkja Einar, og hann þekki ég..hmmm..gæti það verið?  

OG SVO BARA ÁFRAM STELPUR!!!

kiza, 17.4.2008 kl. 15:00

28 Smámynd: Sleepless

Jú Jóna mín, það er alveg rétt við þekkjumst

Ég man eftir þeim tíma þegar þú varst kölluð Luna, en ég man samt fyrst eftir þér á Haðarstígnum heima hjá Möggu. Og þó ég viti að þú sért flutt núna þá var ég nágranni þinn í næstu götu

Og ef þig langar að vera með okkur í Pro-Sex þá ertu meira en velkomin.

Var að fá símanúmerið þitt í hendur, frá Sigrúnu og bjalla í þig í kvöld

Sleepless, 17.4.2008 kl. 15:37

29 Smámynd: kiza

Badabing! Þarna kom það :)

 Sendi ykkur Pro-Sex félögum mail fyrir stuttu, hlakkar til að hitta ykkur og spjalla meira um þetta.

Og þú ert ennþá nágranni minn, bara munar aðeins fleiri götum í þetta skiptið  

kiza, 17.4.2008 kl. 17:35

30 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

„Það ríkir lítil samstaða á milli kvenna hér á landi og þær sem standa saman sparka í hinar og reyna helst að ná höggi á meðan hinar liggja niðri.“

ég held þú hafir alveg rosalega mikið rétt fyrir þér. þá meina ég í almennu tilliti, en ekki bara þegar kemur að strippi eða slíku. ég held að þetta atriði snerti mörg önnur mál. til dæmis launamun. sem dæmi sem ég man í svipinn, að þegar fv kærasta mín var að semja um laun sín við ónafngreind samtök sem hún starfaði fyrir, var það einmitt kona sem barðist hve harðast gegn hennar launakröfum. líklega vegna þess að þá hefði mín fyrrverandi hlotið hærri laun en konan umrædda. ég held, því miður, að samkeppni kvenna í millum sé meira í þá átt að reyna að draga hinar niður á sitt 'level' í stað þess að reyna að komast á sama (hærra) 'level' og hinar.

í þessu tel ég að felist að miklu leiti munurinn á samkeppni milli karla annarsvegar og kvenna hinsvegar.

Brjánn Guðjónsson, 17.4.2008 kl. 20:24

31 Smámynd: kiza

Hulda, góður punktur þarna.  Ég er alltaf að heyra þetta "konur konum verstar" bull, hvaðan kom þessi 'málsháttur' eiginlega..?

 Á sama tíma hef ég einnig verið vitni að bláköldu einelti á vinnustað þar sem einungis konur hafa verið involveraðar (afsakið sletturnar), fannst ótrúlega sorglegt að sjá að sandkassa-mentality-ið er ennþá sterkt í mörgum :(

kiza, 17.4.2008 kl. 21:45

32 identicon

Þessi málsháttur gæti einfldlega líka þýtt að konur geti sært konur mun meira en karlar gera. Ég hef einnig orðið vitni að og fyrir einelti frá konum á vinnustað, og það er bara skal ég ykkur segja mun verri framkoma en af hálfu karlmanna.  Og konur dæma sjálfa sig og aðrar konur oft mun harðar en karlmenn gera.

Ég tek það samt fram að ég er alls ekki að meina að þessi málsháttur eigi alltaf við, þær manneskjur sem hafa reynst mér sem best í lífinu eru af báðum kynum.  

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 00:44

33 Smámynd: Tiger

  Heyrðu Sleepless ... þú ert stórkostleg bara - punktur! Frábær pistill hjá þér! Er í einu og öllu algerlega sammála þér og finnst þú bara æði að henda þessu hérna fram, ein sem þorir og stendur fast á sínu. Knús á þig...

Kveðja:

Tigercopper sem kann að meta svona skvísur sem dilla sér stoltar eins og þeim sjálfum sýnist - án þess að það sé eitthvað vandamál og án þess að pæla í fordómum annarra gegn því...

Tiger, 18.4.2008 kl. 03:10

34 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Takk fyrir ágætt svar, Sleepless.  Ekki sagði ÉG þetta um aðbúnað erlendra kvenna, hef það bara úr fjölmiðlum.  En kannski er þarna komin skýringin á þessum "slæma aðbúnaði" þeirra (svo ekki sé minnst á mansal):...samfélagið væri alltaf að reyna banna þetta, þá sáu þeir ekki ástæðu til að hleypa þeim  í stéttarfélag".  Mér er nokksama hvar óréttið byrjar, órétti er það, og gegn því skal berjast, og það finnst mér feministar hafa gert.  Ætti að taka stéttarfélögin ærlega til bæna, og láta þau skrá alla strippara, erlenda jafnt sem íslenska.

  Góðar stundir.

Sigríður Sigurðardóttir, 18.4.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband