Fordómar hafa áhrif á fleiri en þá sem þeir beinast gegn...

Ég hef oft lesið pælingar bloggara sem er á þá leið "ekki mundirðu vilja dóttir þinni, systir, móðir eða frænku að starfi við nektardans..." Staðreyndin er bara sú að við getum ekki valið fyrir aðra, alveg sama hversu mikið við viljum það þá virkar heimurinn bara ekki þannig.

Mamma mín vildi aldrei að ég færi útí stripp en því miður var það ekki hennar ákvörðun. Og ég vissi vel að mín ákvörðun mundi hafa stór áhrif á mömmu og ég vissi vel að ég mundi þurfa að mæta fordómum, en einhvernvegin hugsaði ég ekki það langt að hún mamma mín yrði líka fyrir barðinu á þeim fordómum. En svo fór sem fór og sama hvað mamma mín var ósátt við mína atvinnu og sama hversu stirt það varð á milli okkar, þá hefur mér alltaf fundist mamma mín vera hetja fyrir að mæta því sem hún þurfti að mæta.

En þegar upp er staðið þá er ég nánari mömmu minni í dag heldur en nokkurntíman áður. Það er næstum því einsog enginn synd er of stór til að ég geti viðurkennt það fyrir mömmu minni. Reyndar kom það fyrir einn daginn, meðan ég var ennþá að strippa, að mamma  mín segir að hún hafi lesið í blöðunum að mikið hlutfall af stúlkum í klámi og strippi hefðu verið misnotaðar í æsku. Svo spurðu hún með smá glotti hvort ég væri alveg örugglega ekki ein af þeim sem ekki lentu í misnotkun, en greyið hafði aldrei í sínu lífi búið sig undir mitt svar. Minn harði frontur sem ég setti alltaf upp brotnaði á augnabliki og það eina sem ég gat stunið uppúr mér var "ég var 9 ára og ég reyndi að segja þér en þú skildir mig ekki..." Og það er dagsatt, þegar ég kom heim þann hræðilega dag þegar ég var 9 ára þá reyndi ég að segja mömmu minni. Málið var bara að vissi ekki sjálf hvað kom fyrir mig, þannig ég hef alltaf fyrirgefið henni mömmu að skilja ekki það sem ég skildi ekki sjálf.

En það breytir því ekki að mamma mín upplifði það að vissu leyti að hún hefði brugðist mér, þó mér hafi aldrei fundist það. En ég man að ég ákvað það að fyrst að mamma mín skildi mig ekki, þá mundi ég ekki minnast á það aftur. Ég man að ég ákvað að ég ein gæti varið mig og þar með var þetta dagurinn sem uppreisnin hófst hjá mér, þó hún kæmi ekki í ljós fyrr en um 13 ára aldur.

En þennan dag sem mamma mín komst að þessu um mig fannst mér soldið einsog sú ímynd sem hún hafði um mig brotnaði. Ég sagði við mömmu mína að ég treysti mér ekki til að tala um þetta frekar þann daginn en þettað var samt upphaf á eitthverju stórkostlegu á milli mín og mömmu. Ég tók þá meðvituðu ákvörðun að hætta að vera í feluleik fyrir mömmu minni og segja henni bara satt sama hversu óþægilegur sannleikurinn gæti verið. Ég sagði mömmu frá þessari ákvörðun og að það væri hennar að stoppa mig af ef henni finnist óþægilegt að tala um eitthvað. Í fyrsta sinn í mörg ár, ef ekki bara áratug fékk mamma að sjá dóttir sína með öllum kostum og göllum. Og ekki bara nóg með það ég var sennilegast í fyrsta sinn algerlega heiðarleg við hana, við gátum talað saman og verið sammála um að vera ósammála. 

En hér langar mig aðeins að minnast á hvað ég sem stúlka sem var misnotuð í  æsku fékk útúr því að vinna sem strippari. Það er alltaf sagt að þetta sé form af kvennakúgun að láta konu fækka fötum fyrir pening en ég upplifði það alltaf akkúrat öfugt, það var ég sem eiginlega kúgaði karlmenn. Ég upplifði karlmenn sem svo heimsk fyrirbæri að borga fyrir stripp og þeir komu í mitt hús þar sem ég var örugg og þeir gátu ekki sært mig en ég gat sært þá, fjárhagslega a.m.k. og valdið var alltaf mín megin. Var farin að líta á þá sem heimska þorska sem komu inn og ég þyrfti bara að verka þá Devil. En um leið er ég að viðurkenna mína eigin fordóma gagnvart karlmönnum og þeir líta nú kannski verr út en þeir eru í raun og veru en ég að vissu leiti trúi því að karlmenn gætu ekkert ef ekki væri fyrir okkur konur. En að sama skapi mundi ég ekki vilja lifa án karlmanna og veit að þessi hugsun mín á við um langfæsta karlmenn... 

Seinna, eftir að ég var hætt að dansa tók ég mér stöðu sem barþjónn á "venjulegum" bar í miðbænum og lenti í því að árásarmaðurinn frá því ég var 9 ára gekk inná barinn MINN. Ég fékk einn dyravörðinn til að kasta honum út og gaf þá skýringu að hann hefði nauðgað vinkonu minni, sem reyndar er líka satt (umræddur dyravörður var fyrrum hermaður frá Króatíu og sá ekki sólina fyrir mér og ég var hrædd um óþarfa vesen). Hann kastaði ófétinu út en gat ekki almennilega útskýrt afhverju hann mætti ekki koma inná þennan bar, þannig dyravörðurinn náði í mig til að útskýra (úps). Ég fann hvernig ég byrjaði að titra en það var ekki útaf hræðslu heldur reiði. Þarna mætti ég árásarmanni mínum og sagði honum að ég mundi hvað hann hefði gert vinkonu minni. Hann byrjaði að æpa á mig að það væri lygi og uppspuni. Þá fauk í mig og ég hvæsti á hann að ég mundi líka hvað hann hefði gert mér, nefndi stað og nefndi vin hans sem var með honum þann daginn en tók ekki þátt í því sem hann gerði mér. Ég hvæsti á hann að ég væri ekki hrædd við hann, ég væri ekki barn lengur og hann gæti aldrei aftur snert mig. Þá hótaði hann að ná í lögguna og kæra mig. Ég svaraði honum af öryggi að honum væri velkomið að ná í lögregluna, ég hefði líka sitthvað að segja þeim og það væri lítið mál fyrir mig að ná í vinkonu mína og hugsanlega fleiri stelpur (ég hef að vísu heyrt af fleirum en enga sem ég þekki eða hefði getað náð í) og þá fór hann með skottið á milli lappana einsog auminginn sem hann er. Ég hef aldrei verið jafn stolt af sjálfri mér og þá Halo

Og það  sem meira var, mamma mín var stolt af mér þegar ég sagði henni frá. Vonandi leið henni einsog að hún hefði alið upp stelpu sem stendur fast á sínu og hvikar aldrei.

En þó að ég og mamma séum meira en sáttar í dag þá veit ég að hún lifir ennþá við sömu fordóma og ég. Hún segir stundum við mig að hún viti aldrei hvað aðrir vita um mig og ör ör sjaldan hefur hún sagt að hún skammist sín fyrir minn feril og ég er ekkert að draga það í efa að henni líði illa. En ég vona að mamma mín finni smá huggun í því þegar ég svara henni að ég skammast mín ekki fyrir neitt sem ég hef gert.

En það er akkúrat málið, ég hef ekkert til að skammast mín fyrir og heldur ekki mamma mín. Vissulega get ég skilið ef fólk hneykslast en ég lifi ekki mínu lífi eftir áliti annarra og mamma mín á ekki að þurfa að ganga í gegnum það. En ég er ekki mamma mín.

Mamma, þegar þú lest þetta, fyrirgefðu allan skítinn sem fólk var að miða á mig en hafnaði í fangi þínu. Ég væri ekki sú manneskja sem ég er í dag ef ekki væri fyrir þig og ég er þakklát fyrir allt sem þú hefur gert.

Og takið þetta til ykkar, þið sem aðeins hafið ímyndað ykkur að dóttir ykkar, systir, móðir eða frænka væri í þessum bransa, þið sem spúið fordómum á dansmeyjar (og foreldra þeirra) að þetta er ekki bara ímynd, þetta er raunveruleiki. Ég er dóttir og ég á móðir sem er af holdi og blóð, hún grætur og finnur til og hefur ekki bara þurft að líða hugsunarleysi af minni hálfu heldur fordóma ykkar líka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Góður pistill, takk. Með beztu kveðju.

Bumba, 17.4.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Sleepless

Bumba: Takk fyrir það. Var pínu hrædd um að þetta væri OF löng færsla til að fólk nennti að lesa...

Sleepless, 17.4.2008 kl. 12:51

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei alls ekki of löng Sleepless mín, mjög greinargóð og fín.  Takk fyrir að deila þessu með okkur.  þetta er það sem ég er að reyna að segja, það eru rosalegir fordómar í samfélaginu, sérstaklega frá öðrum konum út í kynsystur sínar, og það bitnar á þeim sem síst skyldi.  Takk fyrir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 13:12

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Góður pistill, og alls ekki of langur, þetta gengur eimmitt útá það viðkvæmt mál að það hefði ekki verið hægt að segja frá þessu í færr orðum.

Til hamingju með að vera opnari og um leið frjálsari, sem og nánari þínum nánustu.

:-) 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.4.2008 kl. 13:22

5 Smámynd: Sleepless

Takk Ásthildur mín. En ég verð að segja ég hef oft reynt að deila sögu minni, málið er að fáir vilja heyra hana og hvað þá trúa henni. Svo hef ég líka fundið mig svolítið á milli steins og sleggju í þessu máli. Ég var á tímabili tilbúin til að fara með sögu mína í fjölmiðla, koma fram undir nafni og jafnvel leyfa fólki að sjá mig. En ég talaði um það við mömmu mína fyrst og hún var lítið hrifin. Þetta er bara málstaður sem ég trúi svo heitt á að hver taug í mínum líkama æpir þegar ég sé fordóma og óréttlæti.

Og rétt einsog Einar sagði í sínu bloggi

"Þó að ég elski málfrelsið og í staðin fyrir að tala bara um það eins og flestir landar mínir sé ég tilbúinn að berjast fyrir það..."

Ég er tilbúin til að berjast en Ég þarf að taka ákvörðun fyrir fleiri en bara mig. Ég mundi fús fórna mér til að taka allan skít og drullu á mig en ég veit að eitthvað af því mun alltaf lenda á móður minni. Mér finnst ég hafa látið hana kvalist nóg og vil ekki bæta á.

En hver veit kannski í haust, eftir gott sumar í sveit með mömmu, þá er ég tilbúin í  slaginn og kannski mamma með, þó þettað sé ekki hennar málstaður.

Sleepless, 17.4.2008 kl. 13:35

6 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Mjög flott innlegg. Það sem fer mest í taugarnar á mér er hræsnin þegar kemur að nektardansi. Strákur sem stundaði slíkt, t.d. með skóla, væri álitinn flottur töffari. En litið niður á stelpuna. Nektardans er "performance", er leikur á sviði gegn greiðslu. Vissulega ætlað að höfða til kynhvatarinnar, but so what. Auglýsingar höfða til kynhvatarinnar og persónulega sé ég ekkert að því. Það sem ég fyrirlít er kvennfyrirlitning, ekki leikur eða dans sé ég sé alls ekki sem niðurlægjandi fyrir konur. Ég endurtek, þetta er leikur. Fullveðja stelpa (kona) sem dansar við súlu er ekkert mál. Fegurðarsamkeppnir barna, þar sem þau eru meikuð upp og gerð "fullorðin" eru hins vegar ógeðslegar.

Guðmundur Auðunsson, 17.4.2008 kl. 13:58

7 Smámynd: Sleepless

Elsku Einar og það að vísu er góður punktur hjá þér, það hefði ekki verið hægt að segja þetta í færri orðum. En þegar ég settist niður ætlaði ég mér ekki að skrifa svona mikið, það bara kom. En ég greinilega hef frá mörgu að segja.

Sleepless, 17.4.2008 kl. 14:46

8 Smámynd: kiza

Flottir punktar hjá bæði þér og Guðmundi (aðeins fyrir ofan)...

 Ég upplifði þessa sömu tilfinningu þegar ég stundaði í stuttan tíma súluflippið; maður horfði niður á þessa karla gapandi með aur í hendinni og hugsaði "Hversu misheppnaður þarftu að vera til að BORGA MÉR fyrir að fara úr fötunum í landi þar sem kvenfólkið er AUGLÝST ERLENDIS sem ókeypis druslur...?"

Svo taldi maður aurana og hló sig vitlausan með vinkonunum eftir á ;)

Og fólk sem kvartar yfir of löngum færslum ætti bara að fara í athyglisbrests-greiningu, pfft!   

kiza, 17.4.2008 kl. 15:33

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta var flott færsla hjá þér. Þú þarft ekki að skamma þín fyrir neitt. Góður vinur minn og frændi minn strippuðu um alla Evrópu eitt sumar, þénuðu vel og skemmtu sér í tætlur. Þannig að ég hef bæði haft kynni af kvenkyns og karlkyns strippurum. Þetta er fólk sem mér þykir ákaflega vænt um og vil ekki sjá fólk sem er að gera lítið úr þeim og hneykslast.

Helga Magnúsdóttir, 17.4.2008 kl. 16:19

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Góður pistill hjá þér og flott hjá þér að láta kvikindið heyra það, þegar hann mætti á barinn.

Brjánn Guðjónsson, 17.4.2008 kl. 19:59

11 identicon

Góður pistill hjá þér og flott hjá þér.

bæ magnus

MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 18:02

12 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Kjörkuð frásögn og sterk.  Útskýrir vel val þitt að dansa sem strippari.

Sigríður Sigurðardóttir, 18.4.2008 kl. 20:05

13 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Uhh ,verð að seigja sanleikan kvað eg er orðin þreitt,nei satt að seigja mér ofbíður sumt hér á blogginu.Kvað er í gángi ,konur og karlmenn sem vilja troða á aðrar manneskjur sinar móral.Hef oft ,já oft á tilfinigunni að við sjéum í sambandi við Omega já öfgahræsni.Hello kvar lifið þið ?Sind að nota svona lélega okkar möguleika að hafa stóra umsjón á lífinu.Sumir eru eins og hestarnir í stórborgum með hliðarsjá áumingja hestarnir sjá bara beint framm,ekki til hliðar svona sé ég mörg svör hér,Já sorglegt.Gaman að lesa þig.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 18.4.2008 kl. 23:43

14 Smámynd: Lovísa

Frábært hjá þér að þora loks að segja frá þessu og horfast í augu við það sem kom fyrir þig

Ég á mjög svipaða reynslu og þú, en því miður ekki eins góða móðir.

Lovísa , 22.4.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband